Halloween-útgáfur af íslenskum dægurlögum: „Til eru hræ“ og „Dýrið í dauðaþögn“

Almannatengillinn og þúsundþjalasmiðurinn Örn Úlfar Sævarsson kallaði í gær eftir hugmyndum um Halloween-útgáfur af íslenskum dægurlögum. Hrekkjavakan er fram undan en þann 31. október verður sjálf hrekkjavökuhátíðin haldin.

Hægt er að gera lítils háttar breytingar á nöfnum fjölmargra íslenskra dægurlaga og gera þau örlítið skuggalegri. Örn Úlfar reið sjálfur á vaðið og stakk upp á „Sveitapiltsins draugur“ áður en hann kallaði eftir hugmyndum. Þær létu svo sannarlega ekki á sér standa og bárust fjölmargar í athugasemdum undir færslunni.

Hér að neðan má sjá nokkrar skemmtilegar tillögur: