Hall­dóra sakar dóms­mála­ráð­herra um lygar: „Þetta er náttúru­lega al­gjört bull“

Hall­dóra Mogen­sen, þing­flokks­for­maður Pírata segir Jón Gunnars­son dóms­mála­ráð­herra í­trekað fara með rang­færslur um þungunar­rofs­frum­varpið árið 2019. Þetta kemur fram ífrétt Vísis.

Í við­tali á Vísi í gær sagði Jón að hann hefði kosið gegn frum­varpi um þungunar­rof árið 2019 á þeim for­sendum að það gerði ráð fyrir að þungunar­rof gæti átt sér stað allt að síðustu viku fyrir barns­burð.

„Það var auð­vitað gert á þeim for­sendum að það gerði ráð fyrir því að fóstur­eyðing gæti átt sér stað alveg fram á síðustu viku fyrir barns­burð. Það töldum við nokkrir þing­menn ekki vera eðli­legt. Við teljum að það hljóti að vera á þessu tíma­mörk, nema lífi móður sé ógnað. Ein­hvern tímann í þessu ferli myndist réttur fósturs til lífs. Um það snýst þetta mál, hvar ætlar þú að setja þau tíma­mörk, hversu marga mánuði þarf kona að vera gengin þar til að fóstur eignast rétt til lífs,“ sagði Jón Gunnars­son dóms­mála­ráð­herra í gær.

Í sam­tal við Vísi segir Hall­dóra þetta ekki rétt. „Þetta er náttúru­lega bara al­gjört bull,“ segir Hall­dóra.

„Það er eigin­lega ó­trú­legt að dóms­mála­ráð­herra fari sí­endur­tekið með rang­færslur opin­ber­lega í mála­flokkum sem hann ætti að þekkja betur,“ bætir hún við.

Í frum­varpi um breytingu á lögum um þungunar­rof, sem sam­þykkt var árið 2019, var réttur kvenna til að láta rjúfa þungun sína fram að lokum 22. viku þungunar tryggður.

Hægt er að lesa um­fjöllun Vísi um málið hér.