Hall­dór fengið nóg: Hjónin græða 130 þúsund á mánuði ef þau skilja

„Lög­gjöf, sem neyðir fólk vegna fá­tæktar til skilnaðar eða til að fara fram hjá lögum við þær eða aðrar að­stæður, verður að breyta,“ segir Hall­dór Gunnars­son, einn af stofn­endum Flokks fólksins og for­maður kjara­ráðs Fé­lags eldri borgara í Rang­ár­valla­sýslu.

Hall­dór skrifar at­hyglis­verða grein í Morgun­blaðið í dag þar sem hann varpar ljósi á neyðar­úr­ræði eldra fólks í fá­tækt og birtir nokkur dæmi. Hann bendir til dæmis á að hjón eða sam­búðar­fólk geti bætt fjár­hag sinn um rúm­lega 130 þúsund krónur á mánuði með því að skilja.

Hall­dór bendir á að allt frá árinu 1969 hafi ríkt að­skilnaður milli al­manna­trygginga og líf­eyris­kerfisins en við hrunið hafi þetta breyst og við tekið alls­herjar skerðingar frá 2009 til 2013.

„Eftir það var létt nokkuð á skerðingum, en þær síðan teknar upp að nýju 1. mars 2017. Reglurnar 2009 voru þær að að­eins mátti vinna fyrir kr. 25.000 á mánuði án skerðinga. Sem sagt nánast bannað að vinna. Þessi mörk voru hækkuð 2017 í kr. 100.000 og þótti mikil bót eða hvað? Ef fólk reyndi að vinna sér til bjargar um­fram þessa upp­hæð myndu greiðslur al­manna­trygginga skerða um­fram­greiðslu um 45%, og með frá­dregnum tekju­skatti væri eftir um kr. 20.000 af hverjum kr. 100.000. Hvað myndu menn segja ef lagður væri allt að 81,9% skattur á launa­tekjur yfir eina milljón á mánuði?

Hall­dór segir að skerðingarnar hafi staðið ó­breyttar síðan, þótt aðrar greiðslur í sam­fé­laginu, nema greiðslur al­manna­trygginga, hafi ár­lega tekið mið af verð­lagi og launa­þróun.

Hann birtir svo nokkur dæmi um neyðar­úr­ræði eldra fólks sem býr við fá­tækt og byrjar á úr­ræðum hjóna eða sam­búðar­fólks.

„Hjón eða sam­búðar­fólk, sem býr við þær að­stæður að hafa að­eins um 380 til 420 þúsund á mánuði saman­lagt, eru lík­lega um fjögur þúsund talsins. Þrátt fyrir þessa stöðu hafa þau greitt í líf­eyris­sjóð, bæði eða annað, meiri­hluta starfs­ævi sinnar. Hvaða neyðar­úr­ræði geta þau átt, til að lifa af með fjár­hags­legri reisn? Lík­lega að­eins það að skilja og leigja síðan öðrum aðilanum með leynd að­stöðu í íbúð sinni, sem þau eiga eða leigja í dag. Þannig bættu þau fjár­hag sinn fyrir utan skatt um 134.450 krónur á mánuði. Þetta hlyti að teljast neyðar­réttur þessa fólks, sem býr við ofur­skerðingar á greiðslum al­manna­trygginga gagn­vart vinnu- og líf­eyris­sjóðs­tekjum. Giftast síðan á ný þegar leið­rétting hefur náðst fram.“

Hall­dór birtir svo dæmi um neyðar­úr­ræði ein­stak­lings sem býr einn, en sá nýtur greiðslu frá TR að upp­hæð 333.258 krónur á mánuði.

„Vilji hann hjálpa af­komanda, frænda eða frænku með því að fá að búa á heimilinu eða að fá hjálp sjálfur með því að fá af­komanda til að búa hjá sér er hann skertur um kr. 67.225 á mánuði, og ef TR kemst ekki að því strax, þá er skerðingin aftur­virk til greiðslu. Neyðar­rétturinn felst í því að skrá ekki þennan ein­stak­ling á heimilinu og reyna að láta sem minnst á honum bera.“

Hall­dór birtir loks dæmi um neyðar­úr­ræði þeirra sem flytja á dvalar- eða hjúkrunar­heimili.

„Grunn­greiðsla TR fellur niður, en við­komandi fær kr. 79.859 á mánuði til nauð­syn­legra út­gjalda s.s. fyrir bif­reiða­kostnaði, fatnaði, ó­lyf­seðils­skyldum lyfjum, heilsu­vörum, hár­snyrtingu, fót­snyrtingu, ferða­lögum, snyrti­vörum, gler­augum, heyrnar­tækjum, inn­bús­tryggingu, efni í föndur­vörur, sæl­gæti, tóbaks­vörum, tæki­færis­gjöfum, jóla­gjöfum o.fl. - þar með endan­lega að hætta að reka eða leigja hús­næði. Allar aðrar tekjur við­komandi ein­stak­lings, s.s. líf­eyris­sjóðs­greiðslur og fjár­magns­tekjur, eru þá teknar upp í þennan dvalar­kostnað, allt að kr. 454.542 á mánuði. Við þessar að­stæður væri eðli­legt neyðar­úr­ræði, til að geta átt fyrir eðli­legum út­gjöldum, að taka út úr banka sparnað sinn og geyma annars staðar.“

Hall­dór endar grein sína á þeim orðum að breyta verði lög­gjöf sem neyðir fólk vegna fá­tæktar til skilnaðar eða til að fara fram hjá lögum við þær eða aðrar að­stæður. „Lög og reglu­gerðir, sem heimila TR að hafa eftir­lit með öllum fjár­mála­hreyfingum við­komandi og hvar við­komandi býr og með hverjum, jaðra við njósnir, sem verður að breyta.“