Hall­dór Benja­mín glímir við ó­venju­legt vanda­mál sem margir karlar kannast við

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífsins, hefur haft í mörg horn að líta að undan­förnu enda lífs­kjara­samningurinn í upp­námi og margt sem bendir til þess að honum verði sagt upp um mánaða­mótin.

Hall­dór sló þó á létta strengi á Twitter-síðu sinni á föstu­dags­kvöld þar sem hann opin­beraði vanda­mál sem ef­laust margir karl­menn kannast við.

„Það er alveg sama hversu margar peysur ást­kær eigin­kona mín eignast. Alltaf skal hún vera í peysu af mér,“ sagði Hall­dór.

Kon­ráð S. Guð­jóns­son, hag­fræðingur við­skipta­ráðs, sagði að engin á­stæða væri fyrir Hall­dór að ör­vænta. Þetta væri merki um sterkt hjóna­band. „Sterkara tákn um hjóna­band heldur en giftingar­hringar. Þetta hafa rann­sóknir marg­oft sýnt.“