Hag­kaup í­huga að fjar­læga and­lit Gylfa í verslunum

For­svars­menn Hag­kaupa fylgjast með máli Gylfa Þórs Sigurðs­sonar, knatt­spyrnu­manns og hvort fjar­læga þurfi markaðs­efni með Gylfa úr verslunum. Þetta stað­festir Sigurður Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaupa í sam­tali við mbl.is.

„Við erum að fylgj­ast með frétt­um,“ seg­ir Sig­urður í sam­tali við miðilinn. „En það er nokkuð ljóst að ef frétt­ir stað­festa það sem er í píp­un­um, þá mun­um við að sjálf­­sögðu skoða málið.“

Eins og fram hefur komið full­yrti um­ræddur miðill að Gylfi hafi verið hand­tekinn á föstu­dag, vegna gruns um meint brot gegn barni. Ekkert hefur heyrst frá Gylfa um málið.

Um er að ræða orku­drykkinn Sta­te of Ener­gy þar sem Gylfi er í for­grunni. Sigurður hefur ekki verið í bandi við for­svars­menn þess aðila. „Við tök­um bara á­kv­arðanir þegar rétti tím­inn er til þess og fylgj­umst með mál­inu.“