Hag­fræðingurinn Katrín óttast ekki verð­bólgu­skot

Veikara gengi krónunnar nú um stundir kallar ekki á verð­bólgu­skot vegnar lítillar eftir­spurnar í hag­kerfunum beggja vegna At­lant­sála, að því er Katrín Ólafs­dóttir, lektor við við­skipta­braut Há­skólans í Reykja­vík segir í frétta­þættinum 21 á Hring­braut í kvöld.

Þetta er þvert á við­teknar venjur, að hennar sögn, en svo ó­venju­legar að­stæður eru uppi að or­sök og af­leiðing haldast ekki endi­lega lengur í hendur. Hún segist vera á­nægð með skjót við­brögð stjórn­valda, ó­líkt oft og tíðum í­halds­sömum ráð­leggingum hag­fræðinga um allan heim segja þeir nú allir sem einn að grípa eigi strax til ráð­stafana og gera meira en minna. Og það séu næg tól í verk­færa­kassanum til að takast á við vandann, raunar fleiri en nokkru sinni.

Þegar hún er spurð hvaða að­gerð stjórn­valda, sem nú hafa verið kynntar, sé henni mest að skapi, svarar hún því til að hluta­star­fa­leiðin skipti sköpum. Gríðar­lega miklu máli skipti að gripið hafi verið til hennar strax og fum­laust. En þar megi líka hafa í huga að við séum blessunar­lega í æfingu, bæði bankar, stofnanir og stjórn­völd til að gera fleira rétt en rangt.

Þátturinn hefst klukkan 20:00.