Haf­steinn finnur til­gang þrátt fyrir að hafa misst fjögur börn: „Reyndi að halda ,,frontinum” í lagi en var í al­­gjörri af­neitun“

Haf­­steinn Núma­­son er nýjasti gesturinn í hlað­varpi Sölva Tryggva­­sonar. Haf­­steinn hefur gengið í gegnum eitt­hvað sem er nánast ó­­hugsandi. Að missa fjögur börn, þar af þrjú í snjó­­flóðunum á Súða­­vík. Í þættinum segir hann meðal annars frá upp­­vextinum fyrir Vestan:

,,Þetta voru mjög ó­­líkir tímar. Það var frá­bært að vera barn fyrir vestan. Maður fór út á morgnana og það tókst varla að ná manni inn á kvöldin. Við vorum úti að leika okkur meira og minna allan daginn alveg sama hvernig viðraði.

Lík­­lega var margt af því sem við vorum að leika okkur við, eitt­hvað sem yrði blaða­­mál í dag. En ég held að það hafi gert okkur mjög gott að fá að taka á­byrgð á okkur sjálfum. Ég á mjög góðar minningar frá upp­­­vaxtar­árunum.”

Varð strax fíkinn í á­fengi


En Haf­­steinn fór mjög ungur að drekka og var kominn tals­vert langt í drykkjunni þegar hann loksins náði að bremsa sig af og fór í með­­ferð.

,,Á meðan ég vann fyrir mínu á­­fengi var þetta bara allt hið besta mál. Maður reyndi að halda ,,frontinum” í lagi og var í al­­gjörri af­neitun. Í raun var ég bara fylli­bytta. Maður nýtti öll tæki­­færi til að detta í það. Ég var dekraður sem ein­birni og byrjaði að fikta við á­­fengi mjög ungur.

Ég fann mjög fljótt að á­hrifin af á­­fenginu tóku burtu frá mér feimnina og minni­máttar­­kenndina. Maður varð stór kall og það var nóg til þess að ég varð strax fíkinn í á­­fengi. Ég kunni mér ekkert hóf og í raun var aldrei neitt tíma­bil þar sem á­­fengis­­neyslan mín var í hófi.

Svo þegar ég fór á sjóinn var bara farið á blússandi fyllerí alltaf þegar maður var í landi. Þetta náði svo há­­marki þegar ég var nánast fullur eða þunnur sam­­fellt í heilan mánuð ,,non-stop”. Það var ekki fyrr en drykkjan hafði tekið öll völd og ég var hættur að sinna því sem ég átti að sinna sem ég fór loksins í með­­ferð. Þá var ég kominn alveg á botninn og hef ekki drukkið síðan.”

,,Þá hefur það fallið á húsið mitt“

Haf­­steinn lýsir í þættinum deginum ör­laga­­ríka:

,,Maður var ýmsu vanur, en það var al­­gjört af­taka­veður þennan dag. Við stoppuðum um nóttina undir Grænu­hlíð, af því að skip­­stjórinn lagði ekki í að fara inn í land í þessu veðri. Svo daginn eftir var aftur gerð til­­raun til að fara inn í land, en veðrið hrein­­lega leyfði það ekki.

Svo man ég að stýri­­maðurinn kemur inn til okkar og segir að það hafi fallið snjó­­flóð við frysti­húsið. Ég man að það fyrsta sem ég sagði var: ,,Þá hefur það fallið á húsið mitt.“ Strákarnir reyndu að segja mér að það væri bara þvæla, en þá sýndi ég þeim mynd af Súða­­vík og hvar húsið mitt væri stað­­sett. En mig grunaði samt ekki að neitt svona hræði­­legt gæti hafa gerst. En svo fékk ég að hringja í land og þá er mér sagt að húsið mitt sé horfið og konan mín sé á lífi, en börnin séu týnd,” segir hann og heldur á­­fram:

,,Það helltist yfir mig svart­­nætti og ég var bara í losti. Tíminn þangað til við komumst í land var hræði­­legur. Ég man að ég hugsaði meira að segja með mér að fara í flot­­galla og reyna að synda í land. Það hefði ekki þurft að spyrja að leiks­­lokum ef ég hefði gert það, en ég náði að hafa stjórn á mér.

Þegar við komumst svo loksins í land fór ég strax inn í frysti­húsið þar sem allir höfðu komið saman. Þar blasir við mér yngsti sonur minn á borði, þar sem var verið að reyna líf­gunar­til­raunir á honum. Hann lést svo á borðinu. Lá þarna á bleyjunni alveg hvítur og höndin á honum var ís­­köld þegar ég tók í hana. Það er engin leið að reyna að lýsa því hvernig til­­finningin var. Ég reyndi að hugga konuna mína og við vorum bara í al­­gjöru losti.”

Al­gjör­lega um­komu­laus


Haf­­steinn segir að næstu dagana hafi sam­hugur þjóðarinnar verið ó­­­metan­­legur:

,,Það var verið að reyna á­­falla­hjálp, en verk­efnið var svo stórt að það var erfitt að halda utan um hana. En við sem höfðum misst fólkið okkar vorum öll saman næstu dagana og það var al­­gjör lífs­björg. Sam­hugurinn í öllum skilaði sér til okkar og hélt í okkur lífinu.

En það var svo mjög skrýtið þegar við komum suður til Reykja­víkur. Við vorum með eina tösku og vorum eins og flótta­­fólk og smám saman byrjaði þjóðin að hugsa um aðra hluti og þá helltist yfir okkur svaka­­legur ein­mana­leiki. Við vorum al­­gjör­­lega um­­komu­­laus.“

Snerist ekki um manns­líf heldur peninga


Haf­­steinn segist fyrst ekki hafa spáð í því að mögu­­lega hefði verið hægt að koma í veg fyrir snjó­­flóðin. En þegar frá hafi liðið hafi hann áttað sig á því að graf­al­var­­leg mis­tök hafi verið gerð:

,,Fyrst var maður bara um­­­fram­kominn af sorg og gat ekkert verið að velta því fyrir sér hvort eitt­hvað hefði átt að vera öðru­­vísi gert. En svo fór ég að skoða málið og því meira sem ég gerði það því meira fór ég að á­lasa sjálfum mér fyrir að hafa treyst stjórn­völdum fyrir því að þetta væri öruggt svæði til að búa á. Stað­­reyndin er sú að ég er búinn að burðast með það í 27 ár innra með mér hvað hafi gerst og þetta var ekki slys. Þetta var bara mann­­dráp af gá­­leysi. Ég stend við það.

Stjórn­völd ein­hverra hluta vegna leyfðu þessu að gerast. Það höfðu verið haldnir al­manna­varna­fundir með frönskum snjó­­flóða­­sér­­­fræðingum sem sögðu að það væri ekki hægt að verja plássið nema með snjó­­flóða­girðingu uppi í klettum.

Snjó­­flóða­girðingarnar áttu að kosta 70-80 milljónir og hreppurinn átti að borga 20%, sem hann hafði ekki efni á. Það var líka gert hættu­mat og hver sem skoðar það hættu­mat sér það sem blasir við. Þetta snerist líka um peninga. Ef hættu­matið hefði farið niður fyrir húsin hefðu þau öll verið verð­­laus. Þannig að það var á­­kveðið að hafa það fyrir ofan. Þetta snerist ekki um manns­líf, heldur snerist þetta um peninga.”