Hættur við for­seta­fram­boðið: „Það gengur ekki vel“

16. maí 2020
14:12
Fréttir & pistlar

Með­mælenda­söfnun fyrir for­seta­kjör 2020 gengur mis­vel hjá þeim karl­mönnum sem bjóða sig fram til for­seta Ís­lands en einn þeirra, Magnús Ing­berg Jóns­son, hefur á­kveðið að draga sitt fram­boð til baka.

„Söfnunin sem fór af stað um daginn, þegar ég hóf fram­boðið, hún gengur ekki vel,“ segir Magnús en þrír dagar eru eftir af söfnuninni og þarf minnst 1500 með­mælendur til að geta boðið sig fram.

Þeir sem eru enn í fram­boði eru Guðni Th. Jóhannes­son, sitjandi for­seti, Guð­mundur Frank­lín Jóns­son, Axel Pétur Axels­son, Arn­grímur Frið­rik Páls­son og Kristján Örn Elías­son en Guðni hefur þegar náð að safna sínum undir­skriftum.

Magnús segir fram­boð sitt í raun og veru vera sjálf­lokið ef litið er til raf­rænu með­mælenda­söfnunarinnar. „Ég var að þessu fyrir ykkur en ekki fyrir sjálfan mig þannig ég hafði engu að tapa,“ segir Magnús enn fremur.

„Þið kannski finnið bara ein­hvern annan sem þið treystið og er til­búinn til að færa lýð­ræðið beint til þjóðarinnar,“ segir Magnús að lokum.

Hægt er að skrifa undir meðmælendalista rafrænt.