Hæstiréttur tekur fyrir mál Manúelu Ósk

Hæstiréttur Íslands hefur leyft ríkissaksóknara að áfrýja tálmunarmáli Manúelu Ósk Harðardóttur. Manúela Ósk var sýknuð í héraði og í Landsrétti.

Manúela er ákærð fyrir að hafa svipt tvo barnsfeður sína umsjón með börnum þeirra árið 2016. Annar barnsfaðirinn er fótboltakappinn Grétar Rafn Steinsson. Manúela flutti með börnin tvö til Los Angeles, þar dæmdu dómstólar feðrunum í vil og fengu þeir börnin heim til Íslands.