Hælis­leit­endur á Ás­brú lýsa skelfi­legri stöðu: Kalla eftir því að fá að fara aftur til Grikk­lands

Ó­hætt er að segja að færsla sem birtist fyrst á Face­book-síðunni Refu­gees in Iceland í morgun hafi vakið at­hygli. Þar segjast flótta­menn á Ás­brú búa við ó­við­unandi að­stæður nú þegar þriðja bylgja kórónu­veirufar­aldursins gengur yfir.

Í færslunni kemur fram að rúm­lega 100 manns séu nú á Ás­brú og að undan­förnu hafi verið gripið til ráð­stafana til að forðast smit af völdum CO­VID-19. Þannig sé fólkið bannað að fara út af her­bergjum sínum nema vera með grímu. Þá fái hver og einn að­eins eina grímu og þá sé matur tvisvar á dag, frá klukkan 12 til 13 og frá klukkan 18 til 19.

Ef við­komandi kemur ekki í mat á þessum tíma sé matur ekki í boði. Þá segir í færslunni að búið sé að loka öllum sam­eigin­legum svæðum, þar á meðal eld­húsinu þar sem er að­staða til að búa til mat.

Þá segir að í­búar séu undir miklu and­legu á­lagi. Staðan sé þannig að sumir eru farnir að biðja um að vera fluttir til aftur til Grikk­lands, þaðan sem margir koma.

„Af hverju getum við ekki notið sömu réttinda og annað fólk sem býr á Ís­landi? Við erum líka mann­eskjur. Við viljum lifa og dafna, við viljum leggja okkar af mörkum til sam­fé­lagsins,“ segir í færslunni.

Sem fyrr segir hafa margir deilt færslunni og gagnrýnt vinnubrögð yfirvalda hér á landi í málefnum hælisleitenda.

„Þetta er Ísland. Við höldum fólki í leit að betra lífi einangruðu inni á herbergjum sínum með ströngum reglum sem er ekki hægt að fara eftir og gefum þeim lítið að borða og neitum þeim um að umgangast hvort annað og þrim leyfist ALLS EKKI vera á meðal heimafólks. Það eru verðir sem sjá um að fylgja þeim reglum eftir. Til hamingju Ísland,“ segir til dæmis Heiða B. Heiðars, fyrrverandi auglýsingastjóri. Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl deilir einnig færslunni og segir: „ Það er ljóti viðbjóðurinn sem fær þrifist í þessu samfélagi.“

Færslu Refugees in Iceland má lesa í heild hér að neðan:

***COIVD-19 UPDATE FROM ÁSBRÚ REFUGEE CAMP*** We are writing from Ásbrú camp, things here are not OK! -Since one week...

Posted by Refugees in Iceland on Mánudagur, 26. október 2020