Hæðast að útliti eftirlýsts manns á síðu lögreglunnar

Fjölmargir netverjar hafa hæðst að útliti manns sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í dag.

Lögreglan lýs­ir eft­ir hin­um 40 ára gaml­a Mant­as Tel­vik­as.

Þau sem geta gef­ið upp­lýs­ing­ar um ferð­ir Mant­as, eða vita hvar hann er nið­ur­kom­inn, eru beð­in um að hafa sam­band við lög­regl­u í síma 444 1000. Upp­lýs­ing­um má einn­ig koma á fram­fær­i í tölv­u­póst­i á net­fang­ið ab­end­ing@lrh.is

Líkt og í flestum tilfellum deila netverjar skilaboðum áfram af Facebook-vegg lögreglunnar í góðri trú. Fjölmargir hafa þó gert grín að útliti Mantas, en hann er tileygður. Vísa margir í kvikmyndina Young Frankenstein.

Hafa nokkrir sett inn myndir af tileygðum persónum úr kvikmyndum og uppskorið hlátursviðbrögð. Maður að nafni Steini Sigurðsson sagði meðal annars: „Það verður erfitt að ná þessum, hann sér í allar áttir.“

Karen nokkur segir svona grín ósmekklegt:

„Mér finnst ósmekklegt að tala niður um mann út af hvernig hann lítur út. En, smá ráð fyrir Mantas: ef þú ætlar að vera viðriðinn glæpastarfsemi, kannski reyna að vera ekki svo sérkennandi í útliti?“

Tómas nokkur húðskammar netverjana:

„Ljótt að sjá hvað margir eru að gera grín að útliti fólks. Frekar hallærislegt.“

Björn nokkur segir að hann hafi farið að velta fyrir sér hvort einelti sé algengt hér á landi:

„Miðað við commentin þá fer ég að velta því fyrir mér hvort einelti sé það algengt hér á landi að það teljist frekar til þess að vera eðlilegt frekar en undantekning.“