Aníta Estíva Harðardóttir skrifar

Gylfi: „Við hljótum að geta leyst þetta!“

23. mars 2020
09:39
Fréttir & pistlar

Gylfi Magnús­son, dósent í við­skipta­fræði­deild Há­skóla Ís­lands, lýsir yfir á­hyggjum sínum í hópnum í­búar á Sel­tjarnar­nesi á sam­fé­lags­miðlinum Face­book.

„Getum við ekki gert betur í að halda okkur í hæfi­legri fjar­lægð frá næsta manni? Sem dæmi þá sá ég í morgun að margir af þeim sem voru á ferli á göngu­stígnum með­fram ströndinni, gangandi eða skokkandi, voru á miðjum stígnum, jafn­vel tveir eða fleiri hlið við hlið þvert yfir stíginn. Sé þetta gert er auð­vitað ill­mögu­legt að halda sig tvo metra frá þeim sem maður mætir eða tekur fram­úr,“ segir Gylfi og bætir því við að auð­velt sé að gera betur.

„Það þarf ein­fald­lega að halda sig hægra megin og í ein­faldri röð (með bili á milli eftir at­vikum) ef margir eru saman á ferð. Ég skoðaði leið­beiningar um þessi mál frá þeim sem til þekkja áðan og sé að al­mennt er mælt með svona heilsu­rækt, þ.e. göngu eða ró­legu skokki, við nú­verandi að­stæður og það sagt öruggt - ef allir halda sig í hæfi­legri fjar­lægð frá öðrum,“ segir hann.

Gylfi segir hættuna þó lík­lega meiri innan­húss og bendir þar sér­stak­lega á einu mat­vöru­verslunina á Nesinu, Hag­kaupum.

„Búðin er þröng og oft margir inni í einu. Erfitt að halda fjar­lægð frá næsta manni við þær að­stæður. Sér­stak­lega sorg­legt að margir sjá enn ekkert at­huga­vert við að anda ofan í háls­málið á næsta manni í bið­röðinni við kassana. Við hljótum að geta leyst þetta! Væri auð­vitað auð­veldara ef búið væri að setja upp sjálfs­af­greiðslu­kassa, þá væru síður bið­raðir og af­greiðslu­fólk ekki í hættu,“ segir hann að lokum.