Gylfi Þór sagður hafa brotið gegn barni – Breskir miðlar verða að þegja

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var handtekinn í Bretlandi, er hann til rannsóknar fyrir meint brot gegn barni. MBLgreinir frá þessu.

Gylfi hefur ekki verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum, eru þeir að bíða eftir að formleg ákæra verði gefin út. Þeir hafa nú greint frá því að lögreglan í Manchester hafi handtekið 31 árs gamlan leikmann, hann sé giftur og spili með landsliði í heimalandi sínu. Þá hafi lögregla gert húsleit á heimili leikmannsins.

Everton sendi svo frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi um að einum leikmanni hafi verið vikið úr liðinu vegna lögreglurannsóknar. Breskir miðlar mega ekki tengja þessa tvo hluti saman af lagalegum ástæðum. Gylfi spilaði ekki með Everton í æfingaleik liðsins, að því er kemur fram á vef MBL, þá er hann ekki lengur á lista yfir leikmenn liðsins.