Gylfi Þór á­fram laus gegn tryggingu

Gylfi Þór Sigurðs­son, leik­maður E­ver­ton og ís­lenska lands­liðsins í fót­bolta, verður á­fram laus gegn tryggingu. Breska götu­blaðið The Sun hefur þetta eftir heimildar­mönnum hjá lög­reglunni á Manchester-svæðinu.

Blaðið nafn­greinir þó ekki Gylfa af laga­legum á­stæðum. Í fréttinni kemur þó fram að um sé að ræða leik­mann sem var hand­tekinn í júli í fyrra vegna gruns

Mun þetta vera í þriðja sinn sem Gylfi fær slíka fram­lengingu en nú gildir hún til mið­viku­dagsins 19. janúar næst­komandi. Átti síðasta framlengingin að renna út á morgun, sunnudag.

Frétta­blaðið hefur greint frá því að Gylfi er bú­settur í London og hefur verið síðustu mánuði.

Á meðan málið er til rann­sóknar er Gylfi í far­banni frá Bret­lands­eyjum.