Gylfi fær að heyra það: „Nú sést í hvaða banda­lagi þessi maður var“

Ó­hætt er að segja að um­mæli Gylfa Arn­björns­sonar, fyrr­verandi for­seta ASÍ, í Morgun­blaðinu í dag hafi vakið at­hygli. Þar fer Gylfi nokkuð hörðum orðum um verka­lýðs­for­ystuna.

„Það er ekkert launungar­mál að orð­ræðan er bein­skeyttari og sam­skiptin líka. Það er heldur engin launung að ég gaf ekki kost á mér á sínum tíma þar sem ég taldi mig ekki geta staðið fyrir svona stefnu og fram­göngu. Ég vildi nálgast hlutina öðru­vísi og gerði það. Þetta kemur mér því ekkert á ó­vart,“ sagði Gylfi í Morgun­blaðinu og átti þar við stöðuna á vinnu­markaði og deilur ASÍ og Sam­taka at­vinnu­lífsins.

Meðal þeirra sem gagn­rýna Gylfa er Ó­lína Þor­varðar­dóttir, fyrr­verandi þing­maður Sam­fylkingarinnar, og Sól­veig Anna Jóns­dóttir, for­maður Eflingar.

„Þetta er frá­leitt - al­gjör­lega frá­leitt - að fyrr­verandi for­maður ASÍ skuli stíga fram til þess að setja ofan í við for­ystu verka­lýðs­for­ystunnar fyrir "orð­ræðuna". Að hann skuli veitast að sínu eigin fólki (eða hvað á maður að segja - hann greini­lega lítur þó ekki á þau sem "sitt fólk"). Nú sést svart á hvítu í hvaða banda­lagi þessi maður var meðan hann fór fyrir Al­þýðu­sam­bandinu,“ segir Ó­lína í færslu á Face­book-síðu sinni.

Ó­lína segir að Gylfi horfi aug­ljós­lega fram hjá því hvernig at­vinnu­rek­endur hafa valið orð sín gagn­vart verka­lýðs­for­ystunni að undan­förnu, sér­stak­lega gagn­vart ASÍ og Eflingu þar sem tvær konur eru í for­ystu.

„Orð­ræða at­vinnu­for­kólfanna er svo hroka­full og niðrandi að það er leitun að slíku tali í sögu­bókum, nema e.t.v. frá fyrstu um­brota­dögum verka­lýðs­hreyfingar á Ís­landi, áður en vinnu­réttur komst á í landinu. En hver ætlar að hafa orð á því? Varla Gylfi Arn­björns­son. Sorg­legt - eigin­lega bara af­hjúp­andi niður­læging fyrir fyrr­verandi for­mann ASÍ að stíga fram með þessum hætti. Hér heggur sá er hlífa skyldi,“ segir Ó­lína.

Sól­veig Anna Jóns­dóttir, for­maður Eflingar, tekur í svipaðan streng.

„Merki­legt að hugsa til að þess að há-launa maður innan úr hreyfingu vinnandi fólk skuli hafa lyst á því að mætta í Moggann til að leggja sitt á vogar­skálarnar fyrir for­hertasta arm ís­lenskrar auð­stéttar þegar gerð er árás á kjör lægst launaðasta fólksins á ís­lenskum vinnu­markaði. Í stuttu máli get ég svarað honum svona: Allt í lagi, Gylfi, mér hugnast ekki heldur sú sam­ræmda lág­launa­stefna sem er arf­leið þín á ís­lenskum vinnu­markaði, lág­launa­stefnan sem gerir það að verkum að verka­konur þurfa að þræla sér út þangað til þær missa heilsuna og enda sem fá­tækir ör­yrkjar. Á­huga­leysi þitt gagn­vart kjörum kven-vinnu­aflsins fer í sögu­bækurnar. Thanks for not­hing, Gylfi.“

Færslur þeirra Ó­línu og Sól­veigar Önnu má lesa hér að neðan:

Þetta er fráleitt - algjörlega fráleitt - að fyrrverandi formaður ASÍ skuli stíga fram til þess að setja ofan í við...

Posted by Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir on Þriðjudagur, 29. september 2020

Fyrrum forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson, er mættur í Morgunblaðið í dag til að lýsa því yfir að honum hugnist ekki...

Posted by Sólveig Anna Jónsdóttir on Þriðjudagur, 29. september 2020