Gunter sendiherra kveður Ísland: Telur sig hafa styrkt samband þjóðanna

Það er ekki bara dagur tímamóta vestanhafs þar sem Joe Biden mun formlega taka við embætti forseta Bandaríkjanna. Í dag er síðasti dagur Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

Hann birti rétt í þessu ávarp á Twitter-síðu sinni þar sem hann þakkaði Donald Trump, fráfarandi forseta, fyrir einstakt tækifæri. Í ávarpinu sagði hann það hafa verið mikinn heiður og forréttindi að vera í forsvari fyrir frábæran hóp starfsmanna í bandaríska sendiráðinu. „Við höfum afrekað margt saman,“ sagði Gunter.

Hann sagði það hafa verið markmið sitt að stuðla að vernd og velmegun bandarískra þegna með því að styrkja samband Bandaríkjanna við íslensk yfirvöld, fyrirtæki og ekki síst almenna borgara. „Það tel ég mér hafa tekist," sagði sendiherrann hróðugur.

Ekki er víst að allir Íslendingar séu á sama máli enda Gunter einn umdeildasti sendiherra sem hefur starfað hér á landi. Það var ekki síst vegna þess að hann varsagður óttast öryggi sitt hér á landi og vildi helst bera byssu til að verja sig. Þá vakti hannumtal fyrir ögrandi tíst um „Kínaveiruna“ auk þess sem hann réðst á Fréttablaðið fyrir meintan „fals-fréttaflutning.“