Hringbraut skrifar

Gunni helga: „ég var mjög leiðinlegur við egil“

13. desember 2019
11:12
Fréttir & pistlar

„Það tók nokkur ár. Ég var mjög leiðinlegur við Egil Helgason í mörg ár því ég heimtaði að hann fjallaði um barnabækur í Kiljunni. Og núna loksins gerir hann það. Og það er örugglega ekki mér að þakka, ég er alls ekki að segja það. En ég var mjööög leiðinlegur stundum. Skiiiiptir ekki máli!“

Þetta segir leikarinn og rithöfundurinn Gunnar Helgason, betur þekktur sem Gunni Helga en ummælin lét hann falla á Facebook. Hann hrósar Agli fyrir að fjalla um barnabækur en gagnrýnir aðra menningarvita á RÚV sem stýra þáttum á Rás 1 fyrir að sinna ekki umfjöllun um barnabækur. Hrósar Gunnar Kiljunni og segir þáttinn nú vera í uppáhaldi um leið og hann þakkar fyrir að fjallað hafi verið á jákvæðan hátt um hans bækur.

Gagnrýnir hann Eirík Guðmundsson sem stýrir Víðsjá og Guðrúnu Sóley Gestsdóttur. Þá fer hann fram á að gagnrýnandinn Maríanna Clara Lúthersdóttir, sem hann segir hafa mikinn áhuga á barnabókmenntum fái að fjalla um slík verk í útvarpinu. Gunnar spyr:

„Er það ekki tilgangur RÚV að fjalla um mannlífið? Allt?  Komaso. Vera með! Þetta er bara kjánalegt.“