Gunnar Smári: „Þetta er ljóta ó­geðið“

„Þetta er ljóta ó­geðið, að láta það ó­á­reitt að nokkrar fjöl­skyldur, varla fleiri en 5-7, stingi í eigin vasa arðinum af auð­lindunum sem Ís­lendingar börðust svo til alla síðustu öld að ná yfir­ráðum yfir,“ segir Gunnar Smári Egils­son, stofnandi Sósíal­ista­flokksins, á Facebook-síðu flokksins.

Gunnar gerir frétt Við­skipta­blaðsins frá því í morgun að um­tals­efni, en í fréttinni kom fram að hagnaður tíu stærstu út­gerðar­fyrir­tækja landsins hafi aukist um helming milli ára. Nam hann 29 milljörðum króna árið 2019. Hagnaður Sam­herja nam til dæmis rúmum 9 milljörðum og hagnaður Brims 4,6 milljörðum. Bæði fyrir­tæki greiddu út tals­verðan arð: Brim 1.833 milljónir og Sam­herji Iceland ehf. 687 milljónir. Allar tíu út­gerðirnar skiluðu hagnaði, mis­miklum þó.

Gunnar Smári bætir við:

„Það var í raun til lítil, ger­spillt stjórn­mála­stétt færði ör­fáum auð­lindir á silfur­fati. Við lifum kol­svartan kafla í Ís­lands­sögunni, fram­tíðin mun hía á okkur eins og við eigum skilið; heimsk og undir­gefin, full af þræl­sótta beygjandi okkur fyrir þjófum og þjóð­níðingum.“