Gunnar Smári rifjar upp fortíð RÚV-ara: „Finnst fólki þetta bara normalt?“

Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson segir að nú þegar fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson sé kominn í framboð fyrir Viðreisn þá megi rifja upp hvaða fólk hefur séð um viðtalsþætti á RÚV í vetur.
Rifjar hann upp á Facebook fortíð nokkurra RÚV-ara sem séð hafa um viðtalsþætti:


„Sigmar Guðmundsson fyrrum ungliði í Sjálfstæðisflokknum hefur séð um spjallþáttinn Okkar á milli.

Gísli Marteinn Baldursson fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokknum sér um Vikan með Gísla Marteini.

Einar Þorsteinsson fyrrum ungliði í Sjálfstæðisflokknum sér um Kastljós.

Fanney Birna Jónsdóttir fyrrum ungliði Sjálfstæðisflokksins sér um Silfrið ásamt Agli Helgasyni, and-kommúnista.“

Gunnar Smári spyr svo:

„Finnst fólki þetta bara normalt? Að umræðustjórar Ríkissjónvarpsins komi allir úr sama jaðarhópnum, stjórnmálaflokki sem er kunnur af hatrammi andstöðu við lífssýn og stjórnmálaskoðanir meginþorra þjóðarinnar?“