Gunnar Smári orð­laus eftir pillu Heimis Más í beinni

Gunnar Smári Egils­son, for­maður s­ósi­alista, varð orð­laus í kapp­ræðunum á Stöð 2 í kvöld þegar Heimir Már Péturs­son, fjöl­miðla­maður skaut á hann.

Gunnar Smári gortaði sig af fylgi sínu og sagðist það vel að verki staðið þar sem aðrir flokkar hefðu fengið fé úr ríkis­sjóði til að nota í kosninga­bar­átunni en ekki hann.

Heimir Már skaut létt á hann til­baka og sagði: „Þú munt fá fé úr ríkis­sjóði líka og örugg­lega þiggja það.“

Í kjöl­farið stóð Gunnar Smári orð­laus í nokkrar sekúndur áður en Heimir fór í næstu spurningu.