Gunnar Smári gerði til­raun: „Kannski heldur fólk að ég sé smitaður“

10. ágúst 2020
17:35
Fréttir & pistlar

Gunnar Smári Egils­son, fjöl­miðla­maður og einn af stofn­endum Sósíal­ista­flokksins, segist ekki vita hvort and­lits­grímur haldi kórónu­veirunni frá. Það sé þó deginum ljósara að þær halda fólki frá.

„Stutt fé­lags­leg vett­vangs­könnun sýnir að þegar ég er með grímu virðir fólk frekar tveggja metra regluna en ef ég er and­lits­ber. Kannski heldur fólk að ég sé smitaður, verandi með grímu. Kannski er það bara minnt á að svo geti verið. Alla vega; grímur eru vörn gegn fólki (sem smitar og gæti smitast),“ segir Gunnar Smári.

Nokkuð hefur verið fjallað um að fólk virði illa tveggja metra regluna. Á þetta til dæmis við um verslanir og skemmst er að minnast til­kynningar lög­reglu sem kannaði á­standið á skemmti­stöðum borgarinnar að kvöldi laugar­dags. Mjög víða höfðu engar ráð­stafanir verið gerðar til að tryggja tveggja metra fjar­lægð milli ó­tengdra aðila. Það er því aldrei að vita nema hug­mynd Gunnars Smára geti gert gagn fyrir þá sem vilja aðrir virði ná­lægðar­mörk.

Gunnar Smári hefur þó tekið eftir einum galla varðandi and­lits­grímur og endar færslu sína á Face­book á þessum orðum: „Það er ekki hægt að nota far­síma með grímu, síminn hættir að þekkja þig og opnast ekki. Þú þarft linnu­laust að lemja inn lykil­orðið til að opna símann.“