Gunnar Smári: „Eruð þið að fokka í mér?“ – Ætti að missa vinnuna sam­stundis

„Líf­eyris­sjóðirnir að skoða að fjár­festa í fyrir­tæki sem rekið er með botn­lausu tapi og hefur engar tekjur! Eruð þið að fokka í mér? segi ég nú bara eins og ung­lingur um 1990.“

Þetta segir Gunnar Smári Egils­son, stofnandi Sósíal­ista­flokksins, um frétt Markaðarins í dag þess efnis að líf­eyris­sjóðir landsins skoði nú milljarða fjár­festingu í Al­vot­ech. Gunnar Smári segir í spjall­hópi Sósíal­ista­flokksins á Face­book að sá starfs­maður líf­eyris­sjóðs sem leggur þetta til eigi að missa vinnuna sína sam­stundis.

Al­vot­ech er líf­tækni­fyrir­tæki en að því er fram kom í Markaðnum hefur það tryggt sér 65 milljónir dala í nýtt hluta­fé frá er­lendum fjár­festum. Hyggst fyrir­tækið meðal annars ráðast í fjár­festingu til að stækka há­tækni­setur sitt í Vatns­mýrinni.

Markaðurinn segir frá því að ís­lenskir líf­eyris­sjóðir séu meðal þeirra sem skoða að fjár­festa í fyrir­tækinu. Eru full­trúar líf­eyris­sjóðanna sagðir hafa átt fjár­festa­fundi með stjórn­endum og inn­lendum ráð­gjöfum Al­vot­ech á undan­förnum vikum.

Þá er bent á það í fréttinni að Al­vot­ech hafi verið rekið með um 140 milljóna dala tapi í fyrra. Hafa tekjur fé­lagsins verið nær engar á undan­förnum árum þar sem það hefur ekki hafið sölu neinna lyfja. Þó er bent á að fyrir­tækið sé með átta líf­tækni­lyf í þróun, þar á meðal líf­tækni­hlið­stæðu lyfsins Humira sem er sölu­hæsta lyf heims. Til­kynnti fé­lagið um góðan fram­gang þess í klínískum rann­sóknum í fyrra.

Gunnar Smári er al­farið á móti því að líf­eyris­sjóðir setji fjár­magn í fyrir­tækið.

„Ef líf­eyris­sjóðir vilja fjár­festa í start-up geta þeir byggt upp hús­næðis­fé­lag, sem er þekkt fyrir­brigði og hefur skilað líf­eyris­sjóðum góðri á­vöxtun víða um heim ára­tugum saman; traust fjár­festing til að mæta þekktri þörf,“ segir hann meðal annars.