Gunnar Smári bendir á áhugaverða staðreynd: „Hvað eigum við að gera í þessu?“

„Þegar 15,5% landsmanna er ekki með íslenskan ríkisborgararétt er hugmyndin um þjóðríkið fallin,“ segir Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður og stofnandi Sósíalistaflokksins, á Facebook-síðu sinni.

„Hugmyndin gengur ekki upp þegar 6,5 hver landsmanna er ekki með full réttindi, talar illa málið og er í raun second class citizen,“ segir Gunnar Smári og spyr: „Hvað eigum við að gera í þessu?“

Veltir hann því fyrir sér hvort við eigum að gefa öllum landsmönnum kosningarétt, veita fleirum ríkisborgararétt og gera ensku að jafngildu tungumáli og íslensku. Spyr hann innan sviga hvort það sé ekki stefna stjórnvalda að festa íslenskuna í stjórnarskrá.

„Eða er stefnan að hér lifi "þjóð" sem flýtur ofan á réttindalausri lágstétt sem sinnir illa launaðri vinnu, býr á okurleigumarkaði og "þjóðin" hlustar ekki á? Íslendingar standa frammi fyrir krefjandi og áríðandi siðferðislegri spurningu. Miðað við fjölgun erlendra ríkisborgara sem hér býr og starfar það sem af er þessu ári, stefnir í að fimmtungur landsmanna verði second class citizen innan örfárra ára, líklega fyrir 2026,“ segir hann að lokum.