Gunnar sagði: „Nú vantar mig álit fólks“ og allt trylltist

Óhætt er að segja að Gunnar A. Birgisson hafi varpað bombu inn í Facebook hópinn Martartips!með fyrirspurn sinni þar um það hvort Íslendingar setji sína sultu ofan á ostinn á rista brauðinu eða undir hann.

Magnús segir að heima hjá sér hafi osturinn alltaf verið settur ofan á sultuna. „En var ég staddur við morgunverðarborð um daginn þar sem góður vinur minn setti sultuna ofan á ostinn??“

Magnús segist hafa haldið að vinur sinn væri undarlegur sérvitringur þar sem hann væri að norðan. „En svo fór ég aðeins að ræða þetta við fólk og komst að því að það er til fleyrra fólk sem hagar sér svona...“

Að lokum spyr Magnús hvernig þessu sé háttað hjá öðrum. Þúsund ummælum síðar er ljóst að það er töluverð gjá á milli þeirra sem setja ostinn sinn ofan á sultuna og þeirra sem setja hann að neðan.

Ólík svör

„Ég set sultuna alltaf ofaná ostinn en lærði fyrir tveimur árum af nokkrum krökkum að setja sultuna undir því þá er ekki þessi hætta á að sultan renni af ostinum og yfir mann,“ svarar einn netverja.

Annar segist hafa ákveðið að prófa bæði. „Gerði vísindalegatilraun og prófaði bæði...og engin munur á bragði bæði jafn gott.“

Sá þriðji segir að nú vanti skífurit til að greina svörin. Hér sé um að ræða stærstu könnun á Íslandi.

„Er hægt að fá niðurstöður í skífuriti vegna þess að hér höfum við mestu þátttöku í könnun á Íslandi 🤣 Fólk sem svarar með upphrópunarmerkjum og í hástöfum fá sér pól/skífu í skífuritinu.“