Gunnar í Krossinum er ekki hissa á eldgosinu: Telur þetta vera ástæðuna fyrir því

Gunnar Þorsteinsson, yfirleitt kenndur við Krossinn, segir eldgosið á Reykjanesskaga sem hófst í dag ekki koma sér á óvart og tengir það við hegðun Íslensku Þjóðkirkjunnar.

Athygli vakti í vikunni þegar Pétur Georg Markan, biskupsritari, sagði í grein í Fréttablaðinu að mynd Guðs væri breytileg, og því væri Jesús Kristur bæði hommi og trans.

Síðan var því haldið fram á vef Rúv í vikunni að Glerárkirkja væri sennilega hýrasta kirkja á Íslandi.

Þetta virðist fara fyrir brjóstið á Gunnari, sem gefur til kynna að eldgosið sé afleiðing af þessu. Hann skrifar:

„Biskupsritari segir Jesú vera homma og trans. Glerárkirkja er hinsegin og nú gýs á Reykjanesi. Eru menn hissa?“