Gunnar í Krossinum á leið í að­gerð: „Fresta dýrðar­fundi mínum við Drottinn“

Gunnar Þor­steins­son, oft kenndur við Krossinn, greinir frá því í færslu á Face­book síðu sinni að hann verði lagður inn á Land­spítala klukkan átta í fyrra­málið.

„Þar ætla reyndir læknar að fram­kvæma á mér hjarta­þræðingu. Ég bið þess að þetta fari vel og góður Guð stjórni höndum og hug læknanna,“ segir Gunnar í færslunni.

Gunnar hefur áður tjáð sig um veikindi sín á Face­book en hann greindi frá því í síðasta mánuði að undan­farið hafði hann verið með mikinn verk fyrir hjartað sem hann leiddi oftast hjá sér.

Hann á­kvað loksins að láta at­huga málið og sagði læknirinn að hann væri með krans­æða­þrengingu og þyrfti því að fara í þræðingu sem fyrst.

Að sögn Gunnars hlakkar hann til að­gerðarinnar. „Ég tel tel það mikla mildi að þetta var leitt í ljós. Páll postuli sagði að lífið væri Kristur og dauðinn á­vinningur. Ég tek undir það,“ segir Gunnar í dag.

„Ef­laust eru lækna­vísindin að fresta dýrðar­fundi mínum við Drottinn um nokkurt skeið. Verði Guðs vilji.“

Í fyrramálið klukkan átta mun ég leggjast inn á Landspítalann. Þar ætla reyndir læknar að framkvæma á mér...

Posted by Gunnar Þorsteinsson on Tuesday, September 8, 2020