Gunnar Anton segist skemmdur eftir há­degis­myndar Stöðvar 2: „Ég kom alltaf heim í há­deginu þegar ég var í grunn­skóla“

Gunnar Anton Guð­munds­son, um­sjónar­maður kvik­mynda­spjall­þáttsins Bíó­bær á Hring­braut, segist hafa verið skemmdur eftir að hafa séð nokkrar furðu­lega hryllings­myndir í há­degis­sýningu á Stöð 2 þegar hann var í grunn­skóla.

„Á tíma­bili sýndi Stöð 2 bíó­myndir í há­deginu. Ég kom alltaf heim í há­deginu þegar ég var í grunn­skóla og þannig sá ég De­molition Man í fyrsta skipti,“ segir Gunnar Anton.

„Ég man að ég sá þegar hann tekur augað úr í De­molition Man og ég bara öskraði.“

Árni Gestur Sig­fús­son og Gunnar Anton fara um víðan völl í þætti þeirra sem verður sýndur annað kvöld á Hring­braut klukkan 20:00.

Í þessum þætti verður fjallað um feril Nicholas Cage og kvik­myndir byggðar á verkum vísinda­skáld­sagnafrömuðsins Stephen King. Sömu­leiðis skoða Árni og Gunnar kvik­mynd sem King leik­stýrði sjálfur.

Þáttur Bíó­bæs annað kvöld er sam­tíningur af því besta úr þáttum vetrarins. Bíó­bær fer í sumar­frí og snýr aftur í septem­ber.