Guð­rún varar við sölunni á Ís­lands­banka: „Það er akkúrat það sem við viljum ekki“

Guð­rún John­sen, lektor við Við­skipta­há­skólann í Kaup­manna­höfn, segir það koma á ó­vart að stjórn­völd vilji selja Ís­lands­banka í því efna­hags­á­standi sem nú ríkir. Guð­rún ræddi þetta í fréttum RÚV í gær­kvöldi og hefur við­talið vakið nokkra at­hygli.

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra hefur sagt að stefnt sé að því að hefja söluna á bankanum í sumar og hafa bæði Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra og for­maður VG, og Sigurður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sóknar­flokksins, lýst yfir stuðningi við fyrir­hugaða sölu. Ekki eru allir á því að heppi­legt sé að selja bankann á þessum tíma­punkti.

Guð­rún er ein af þeim og benti hún á í við­talinu í gær­kvöldi að stór hluti lána­bókar Ís­lands­bókar sé nú í frystingu, allt að 20%, vegna á­standsins í efna­hags­lífinu.

„Það leiðir til þess að það er ó­vissa um virði þeirra eigna, við gerum ekki ráð fyrir að það tapist allt saman að sjálf­sögðu, en stærðirnar eru bara þannig, um er að ræða 184 milljarða sem er akkúrat allt eigið fé bankans,“ sagði hún og bætti við að þegar ó­vissa ríkir um eignir séu líkur á að ríkið fái ekki raun­virði úr sölunni.

Þá segir hún að ekki séu líkur á að ríkinu takist að laða að þá fjár­festa sem það vill helst, hætta sé á að á­hættu­samari fjár­festar komi að borðinu. Slíkt hafi gerst áður með slæmum af­leiðingum.

„Bara rétt eins og gerðist fyrir hrun þegar Baugur sóttist eftir því að verða stór eig­andi að Glitni. Á þeim tíma var Baugur orðinn mjög stór lán­taki í banka­kerfinu og var farinn að koma að lokuðum dyrum og kom sér í þá stöðu að verða stór eig­andi að Glitni til þess að auka lána­greiðslu fyrir sig og það er akkúrat það sem við viljum ekki.“

Helga Vala Helga­dóttir, þing­maður Sam­fylkingarinnar, deilir við­talinu við Guð­rúnu á Face­book og segir: „Ef stjórnar­flokkar geta ó­mögu­lega heyrt það sem við í Sam­fylkingunni segjum, geta þau ekki amk hlustað á sér­fræðinga í þessu til­tekna máli eins og Guð­rúnu John­sen. Það að eitt­hvað standi í stjórnar­sátt­mála sem skrifaður var í desember 2017 þarf ekki að vera góð hug­mynd í heimskreppu 2021!“