Guðni með mikil­væg skila­boð: „Beiskja eða leit að blóra­böggli gagnast engum“

30. júlí 2020
19:27
Fréttir & pistlar

Guðni Th. Jóhannes­son, for­seti Ís­lands, hvetur lands­menn til að sýna á­fram seiglu og sam­stöðu í glímunni við CO­VID-19. Eins og kunnugt er ganga í gildi nýjar og hertar reglur á manna­mótum í há­deginu á morgun.

Þessi breyting kemur ekki til af góðu enda hefur smitum hér á landi fjölgað mjög að undan­förnu. Breytingin felur meðal í sér að 100 manna há­mark á sam­komur tekur gildi og þá verður tveggja metra reglan skylda.

Guðni sendi lands­mönnum bar­áttu­kveðjur á Facebook og minnti á mikil­vægi þess að sýna að­gát á næstunni.

„Beiskja eða leit að blóra­böggli gagnast engum í miðjum klíðum og takist okkur vel upp núna er von til þess að unnt verði að létta þessum hömlum við fyrstu hentug­leika,“ segir Guðni sem bendir á að ný fyrir­mæli hafi að sjálf­sögðu á­hrif á fundi og aðra við­burði sem tengjast for­seta­em­bættinu. Þannig verður inn­setningar­at­höfn Guðna þann 1. ágúst næst­komandi með allt öðru og minna sniði en venja er.

„Við erum öll al­manna­varnir og þetta er ekki innan­tómur frasi. Höldum á­fram að þvo okkur vel um hendur, virðum tveggja metra mann­helgi utan heimilisins og notum and­lits­grímur eins og þörf krefur. Sýnum líka að­gát og skyn­semi um helgina. Því færri og minni sem fjölda­sam­komurnar verða núna, því minni verða líkurnar á hóp­smitum og vand­ræðum við að leita upp­runa þeirra. Verum hluti lausnarinnar en ekki vandans.“