Guðni á­hyggju­fullur: „Boðar harðari glímu við dauðann en krabba­­meinið og Co­vid-19“

Guðni Ágústs­son, fyrr­verandi land­búnaðar­ráð­herra, segir að at­burðir síðustu mánaða hafi minnt á mikil­vægi þess að Ís­lendingar standi vörð um heil­brigði bú­fjár­stofna hér á landi.

Bendir hann á að pensi­línnotkun í bú­fénaði hér á landi sé með minnsta móti, en annað sé uppi á teningnum víða annars staðar.

„Ó­­hófið í notkun á pensi­líni í búfé í hinum vest­ræna heimi boðar miklu harðari glímu við dauðann en krabba­­meinið og Co­vid-19. Og leiða má getum að því að glíman við Co­vid sé verri í löndum sem komast upp með glæp­­sam­­lega með­­ferð á pensi­líni í dýr og af­­leiðingar birtast í fólki sem hefur pensi­línó­þol,“ segir Guðni í grein sem hann skrifar í Frétta­blaðið í dag.

Í grein sinni vísar Guðni í grein Steins Jóns­sonar, prófessors í lungna­sjúk­dómum á Land­spítalanum og lækna­deild Há­skóla Ís­lands. Í grein sinni talaði Steinn um lága dánar­tíðni hér á landi í hlut­falli við fjölda smitaðra. Sagði Steinn að mis­munandi dánar­­tíðni eftir löndum væri ráð­­gáta sem hljóti þó að snúast um gæði lýð­heilsu­að­­gerða og heil­brigðis­­þjónustu á hverjum stað.

Vísar Guðni orð­rétt í grein Steins þar sem hann sagði: „Dauði vegna veirulungna­bólgu stendur reyndar oft í sam­bandi við bakteríu­­sýkingar sem koma í kjöl­far veiru­­sýkingarinnar og þar kann að vera lykil­at­riði að hér á landi er til­­­tölu­­lega lítið sýkla­lyfja­ó­­næmi baktería fyrir hendi vegna minni notkunar sýkla­lyfja (í land­búnaði hér) heldur en til dæmis á Ítalíu eða í Banda­­ríkjunum.“

Guðni segir að í um­ræðunni um hættuna sem stafar af ó­var­legum inn­flutningi á hráu kjöti til Ís­lands hafi ráða­menn þjóðarinnar metið þessi sjónar­mið létt­væg og opnað landið í hálfa gátt.