Guð­mundur sér enn eftir 40 þúsund kallinum

24. nóvember 2020
19:37
Fréttir & pistlar

Guð­mundur Gunnars­son, fyrr­verandi bæjar­stjóri á Ísa­firði og fyrr­verandi frétta­maður, hefur ekki keypt sér sjón­varp síðan árið 1998. Guð­mundur segir frá þessu í skemmti­legri færslu á Twitter-síðu sinni.

„Fólk er svo dug­legt að endur­nýja sjón­vörpin sín að ég hef ekki þurft að kaupa mér sjón­varp síðan 1998. Fæ alltaf fínt nokkurra ára gamalt tæki gefins þegar ein­hver ættingi telur sér trú um að hann þurfi nauð­syn­lega meiri há­skerpu í líf sitt. Mæli með,“ segir hann.

Hann segir að amma hans og afi hafi gefið honum fyrsta strá­heila tækið. „Þá hafði amma farið í sjón­mælingu og þau á­kveðið að kaupa frekar stærra sjón­varp en ný gler­augu. Sönn saga,“ segir hann og bætir að lokum við:

„Eina tækið sem ég hef borgað fyrir var Thom­son túba á til­boði í BT. Þá var ég ekki búinn að fatta hvað það er mikið af strá­heilum tækjum þarna úti. Sé enn eftir 40 þúsund kallinum.“