Guðmundur og ingibjörg keyptu odda: stofnuðu prentmet á brúðkaupsdeginum sínum

Hjónin Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir og Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigendur PrentmetOdda, eru gestir Jóns G. í kvöld. Þau segja frá kaupum Prentmets á prentsmiðjunni Odda fyrir hálfum mánuði og stöðunni í prentiðnaðinum í Evrópu sem er með allra grænustu atvinnugreinum álfunnar.

Þau hjón kynntust í Háskólanum á Bifröst fyrir rúmum þrjátíu árum og gengu síðan í það heilaga 4. apríl 1992. Merkisdagur;  þau stofnuðu Prentmet á brúðkaupsdeginum sínum. Og viti menn; þau slepptu brúðkaupsferðinni en hófust strax handa í hinu nýstofnaða fyrirtæki. Athafnafólk.

Fjölbreytt og fróðlegt viðtal kl. 20:30 í kvöld og á tveggja tíma fresti eftir það - og svo auðvitað á tímaflakkinu.