Guð­mundur Ingi: Fanga­verðir á Hrauninu skildu fangana eftir

21. október 2020
13:00
Fréttir & pistlar

Guð­mundur Ingi Þór­odds­son, for­maður Af­stöðu, fé­lags fanga og á­huga­manna um bætt fangelsis­mál og betrun, rifjaði upp at­hyglis­verða sögu á Face­book-síðu sinni í gær vegna jarð­skjálftans stóra sem reið yfir suð­vestur­horn landsins.

Eins og frægt er orðið hljóp Helgi Hrafn Gunnars­son, þing­maður Pírata, úr ræðu­stól Al­þingis þegar hann varð var við skjálftann. Margir hafa stigið fram síðan þá og sagt að þeir hefðu trú­lega brugðist ná­kvæm­lega eins við.

Guð­mundur segist í tví­gang hafa upp­lifað jarð­skjálfta þegar hann var á Litla-Hrauni og segir hann að í bæði skiptin hafi fanga­verðirnir hlaupið út og skilið fangana eftir.

„Það var ekkert fyndið þá en má hlæja af því núna. Helgi gerði hár­rétt enda okkur kennt þetta áður fyrr,“ segir hann.