Guð­­mundur í Kringlunni þegar unga stúlkan hnippti í öxlina á honum – „Hæ, manstu ekki eftir mér“

16. janúar 2021
22:00
Fréttir & pistlar

Guð­­mundur Gunnars­­son, fyrr­verandi bæjar­­stjóri Ísa­fjarðar­bæjar, minnist þess á Face­­book-síðu sinni að eitt ár er nú liðið frá snjó­­flóðinu á Flat­eyri.

Guð­­mundur var bæjar­­stjóri á þessum tíma og viður­­kennir hann að þessi árs­­gamla minning hafi sent smá hroll niður eftir bakinu á honum í gær­morgun. Guð­­mundur deildi þá færslu sinni sem hann skrifaði á Face­­book þann 15. Janúar í fyrra þar sem hann kom meðal annars á fram­­færi ó­­­lýsan­­legu þakk­læti til þeirra sem komu að björgunar­að­­gerðum og sáu til þess að ekki fór verr.

„En þegar ég rifja þetta upp þá sé ég líka fyrir mér allt fólkið. Í há­skerpu. Tein­rétt, sterkt og skæl­brosandi fólk og sam­­fé­lag. Það er myndin sem situr eftir í kollinum á mér. Hún er sterkari en hrollurinn,“ segir Guð­­mundur sem segir að það sé eins og þessir árs­­gömlu at­burðir vilji trana sér fram um þessar mundir.

„Fyrir nokkrum dögum hnippti ung kona í öxlina á mér í Kringlunni. "Hæ, manstu ekki eftir mér?"

Um var að ræða hina fimm­tán ára gömlu Önnu Sól­ey Erics­dóttur Wolf, brosandi undir sótt­varnar­grímunni, en Anna Sól­ey lenti í snjó­­flóðinu. Björgunar­sveitar­­menn grófu hana upp úr flóðinu og sagði hún meðal annars ó­­­trú­­lega sögu sína í við­tali við RÚV í fyrra.

„Ég hafði ekki hitt hana frá því fyrir vestan. Frá því hetjurnar á Flat­eyri björguðu henni undan flóðinu. Frá því hún talaði beint inn í hjartað á okkur og lýsti ó­­­lýsan­­legum náttúru­ham­ham­­förum af ein­lægni, ró og yfir­­vegun. Gerði okkur orð­­laus.

Í gær var dagurinn hennar og allrar hennar fjöl­­skyldu. Til hamingju Anna og co.“