Guð­mundur hitti Þjóð­verja í heita pottinum: „Hvers konar þjóð eru þessir Ís­lendingar?“

20. október 2020
09:09
Fréttir & pistlar

„Þegar ég yfir­gaf pottinn var ég vissu­lega kominn niður á jörðina aftur,“ segir Guð­mundur G. Þórarins­son verk­fræðingur í at­hyglis­verðri grein í Morgun­blaðinu í dag.

Þar segir Guð­mundur frá því þegar hann skellti sér í heita pottinn í Laugar­dals­laug, einu sinni sem oftar, eftir langan vinnu­dag. Guð­mundur segir að potturinn hafi verið þétt­setinn af þýskum ferða­mönnum. Guð­mundur á­kvað að spjalla við ferða­mennina og kom ýmis­legt á­huga­vert upp úr krafsinu, einkum vanga­veltur Þjóð­verjana um ís­lensku þjóðina.

„Þjóð­verjarnir tóku tali mínu vel en spurðu: Hvers konar þjóð eru þessir Ís­lendingar? Þið eruð um 300 þúsund, þið eruð að fólks­fjölda eins og út­hverfi í Ham­borg, þið búið í gríðar­stóru landi, sem er um tvisvar og hálfu sinni stærra en Dan­mörk. Þið hafið byggt hafnir með­fram allri þessari löngu strand­lengju, þið hafið byggt vegi um allt þetta stóra land og brúað mörg stór­fljót, þið hafið raf­vætt alla þessa dreifðu byggð, reist raf­orku­ver, raf­línur og dreifi­kerfi og hitað byggðina með jarð­hita. Þið eruð með marga há­skóla þar sem unnt er að læra næstum allt sem menn vilja fræðast um og afla sér réttinda, þið eruð með heil­brigðis­kerfi á heims­mæli­kvarða, þið eruð í hópi þjóða með bestu lífs­kjör,“ segir Guð­mundur og bætir við að svona hafi þetta haldið á­fram.

Þjóð­verjarnir hafi minnst á að við ættum nóbels­verð­launa­hafa í bók­menntum, frá­bæra tón­listar­menn, orðið heims­meistarar í brid­ge, yngri flokkum í skák, staðið meðal fremstu þjóða í hand­bolta og fót­bolta, unnið keppnina um sterkasta mann heims og oft unnið keppnina um fegurstu konu heims.

„Hvernig er unnt að skýra þetta? Þannig héldu þeir lengi á­fram,“ segir Guð­mundur sem segist hafa hug­leitt þetta og komist að á­kveðinni niður­stöðu.

„Ég lyftist í sætinu og hugsaði með mér: Þetta er rétt, við leiðum sjaldan hugann að þessu. Þjóð­verjarnir kvöddu og potturinn fylltist af Ís­lendingum. Tónninn breyttist: Hér er allt ó­mögu­legt, vega­kerfið í rúst, heil­brigðis­kerfið að falli komið, við drögumst aftur úr í al­mennri fræðslu, dreifi­kerfi raf­veitna stenst ekki á­lagið. – Erfiðar um­ræður hófust um á­standið í þjóð­fé­laginu. Þegar ég yfir­gaf pottinn var ég vissu­lega kominn niður á jörðina aftur,“ segir Guð­mundur að lokum.