Guð­mundur Frank­lín ætlar að lækka launin um 50% verði hann kjörinn

29. maí 2020
11:00
Fréttir & pistlar

Guð­mundur Frank­lín Jóns­son for­seta­fram­bjóðandi ætlar að lækka laun for­seta um 50% nái hann kjöri í em­bættið. Guð­mundur Frank­lín og Guðni Th. Jóhannes­son eru tveir í fram­boði til for­seta Ís­lands en kosið verður eftir innan við mánuð.

„Það fyrsta sem ég ætla að gera verði ég kosinn for­seti er að virkja 25. grein stjórnar­skrár lýð­veldisins og lækka laun for­setans um 50%,“ segir Guð­mundur Frank­lín á Face­book-síðu for­seta­fram­boðs síns.

Sam­kvæmt lögum um laun for­seta eru þau nú 2.985.000 krónur en þess má geta að Guðni Th. Jóhannes­son hefur af­þakkað allar launa­hækkanir til sín frá því hann var kjörinn árið 2016. Í frétt Hring­brautar frá 30. apríl síðast­liðnum kom fram að sú upp­hæð væri komin yfir 10 milljónir króna.

Í eins­konar frum­varpi sem Guð­mundur birtir með færslu sinni segir hann að munur milli launa hæstu em­bættis­manna og meðal­launa í landinu sé orðinn of mikill.

„Í ljósi þess að á­ætlaður halli á ríkis­sjóði er nú tæp­lega 500 milljarðar og enn eru líkur á að sá halli geti aukist er eðli­legt að fólk í á­byrgðar­stöðum, sem nýtur hárra launa á vegum ríkisins, taki á sig launa­lækkun. Þetta er gert í við­leitni til að lækka út­gjöld ríkisins sem og hvatning til annarra æðstu em­bættis­manna ríkisins að gera slíkt hið sama.“