Guðmundur Felix sáttur á ströndinni: „Myndi ekki gera þetta með króknum“

Guðmundur Felix Grétarsson er nú loks kominn í frí eftir að hafa dvalið sex mánuði á spítalanum eftir handágræðsluaðgerð sem hann fór í janúar á þessu ári. Aðgerðin var í fyrsta sinnar tegundar en Guðmundur Felix missti báðar hendurnar í vinnuslysi árið 1998.

„Hugmyndin er að ég noti hendurnar eins mikið og ég get til að örva taugarnar til að vaxa inn í fingurna,“ segir Guðmundur Felix í skemmtilegu myndskeiði sem hann deildi á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag en þar sést hann, ásamt eiginkonu sinni, á ströndinni og hann notar hendurnar til að bera á hana sólarvörn.

„Þær eru ekki alveg tilgangslausar og ég myndi ekki gera þetta með króknum,“ segir hann í gríni að lokum.

Myndbandið er hægt að sjá hér að neðan í heild sinni.

Fleiri fréttir