Guð­mundur Felix birtir ótrúlegt myndband: „Núna get ég gert dálítið meira“

Guð­mundur Felix Grétars­son, sem gekkst undir á­græðslu á báðum hand­leggjum í janúar síðast­liðnum, hefur birt magnað mynd­band á Face­book-síðu sinni í morgun.

Nú eru liðnir 9 mánuðir frá því Guð­mundur gekkst undir að­gerðina í frönsku borginni Lyon og hefur bata­ferlið gengið vonum framar. Í mynd­bandinu segir Guð­mundur frá því sem á daga hans hefur drifið undan­farnar vikur.

„Fyrir þau ykkar sem sáuð mynd­bandið mitt í maí þá gat ég hreyft tví­höfðann lítil­lega. En núna get ég gert dá­lítið meira en það. Hann virkar nokkuð vel og styrkurinn í öxlunum, tví­höfðanum og þrí­höfðanum eykst dag frá degi,“ segir hann. Finnur hann bæði fyrir kulda og og snertingu ef þrýst er á á hægri hand­legginn.

„Taugarnar vinstra megin eru að vaxa og ég er kominn með taugar fram í höndina. Ég get hreyft öxlina lítil­lega en hún er fjári þung.“