Guð­mundur: „Ég vil hol­skeflu fólks á flótta til Ís­lands“ - Þóra sammála

16. september 2020
10:53
Fréttir & pistlar

„Svarið er já. Ég vil hol­skeflu fólks á flótta til Ís­lands. Ganga eins langt og við getum,“ segir Guð­mundur Gunnars­son, fyrr­verandi bæjar­stjóri á Ísa­firði, á Twitter-síðu sinni.

Guð­mundur vísar þarna í mál egypsku fjöl­skyldunnar sem farin er í felur hér á landi. Til stóð að fram­fylgja brott­vísun fjöl­skyldunnar í morgun en eins og Hring­braut greindi frá finnst fjöl­skyldan ekki. Kom stoð­deild lög­reglunnar að tómum kofanum í morgun og er ekki vitað um dvalar­stað fjöl­skyldunnar.

Mál fjöl­skyldunnar hefur vakið mikla at­hygli og vanga­veltur um stöðu flótta­manna hér á landi, þá sér í lagi barna. Guð­mundur segir að Ís­lendingar ættu að setja sér mark­mið um stór­aukna menningar­lega fjöl­breytni.

„Vinna jafn­framt bug á ó­heil­brigðri eins­leitni og hamlandi fá­menni. Sé að margir hræddir eru að spyrja í at­huga­semdum. Segi já,“ segir Guð­mundur.

Þóra Tómas­dóttir, rit­höfundur og fjöl­miðla­kona, tekur undir þetta hjá Guð­mundi:
„Sam­mála. Opna og leyfa fólki að spreyta sig á því að búa hér. Koma sam­fé­laginu upp í sjálf­bæra stærð innan nokkurra ára, 2-3 milljónir helst.“

Eins og að framan greinir er fjöl­skyldan farin í felur og er ó­víst um dvalar­stað hennar. Bryn­hildur Bolla­dóttir, upp­lýsinga­full­trúi Rauða krossins, segir á Twitter: „Það er eitt­hvað svo absúrd til þess að hugsa að lítil börn séu í felum fyrir ís­lenskum stjórn­völdum.“