Guð­mundur Andri átti ó­borgan­legt sam­tal við mann á Lauga­veginum

16. júní 2020
16:12
Fréttir & pistlar

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylkingarinnar, skellti sér á Lauga­veginn í dag þegar stutt hlé var gert á þing­störfum. Nýtti Guð­mundur hléið til að skjótast til Guð­steins þar sem hann náði sér í nær­buxur.

Guð­mundur Andri segir frá þessu í stuttri en skemmti­legri færslu á Face­book. Í dyrunum við verslun Guð­steins segir Guð­mundur Andri hafa hitt á­nægju­legan mann og skipst á á­nægju­legu hjali við hann. Hann hélt svo á­fram niður Lauga­veginn en þar hitti hann mann sem stöðvaði hann með handar­hreyfingu og í­byggnu augna­ráði.

Um var að ræða snyrti­legan mann í fal­legum jakka sem horfði lengi á Guð­mund. Hann tók svo til máls með miklum þunga, segir Guð­mundur og skrifar svo hvað fór þeim á milli.

„Hann: Þú ert þjóð­þekktur maður ...

Þýðinga­mikil þögn.

Hann: Þú ert vel máli farinn og á­gætur maður. En þú ert í Sam­fylkingunni ...

Þögn.

Hann: Sam­fylkingin er sauma­klúbbur. Og sauma­klúbbur á ekkert erindi á þing.

Þögn.

Hann með miklum þunga: Hvað ERTU að gera?

Ég: Þú ert í fal­legum jakka.

Þögn.

Ég: Eigðu góðan dag.

Hann: Ekkert svona ljóð við mig!

Og héldum hvor sinn veg.“