Guð­mundur á­hyggju­fullur: „Ís­land er eins og höfuð­stór hor­rengla“

Guð­mundur Gunnars­son, fyrr­verandi bæjar­stjóri Ísa­fjarðar og Vest­firðingur, hefur raun­veru­legar á­hyggjur af því að heilu lands­hlutarnir hér á landi fari í eyði ef fer sem horfir.

Guð­mundur skrifar á­huga­verðan pistil um þetta á vef Vísis og grípur til skemmti­legrar sam­líkingar.

„Ég hef alltaf verið höfuð­stór. Fötin eru í medium en húfurnar í extra large. Ég veit ekki til þess að þetta hafi háð mér fram til þessa. En ef höfuðið héldi alltaf á­fram að stækka og búkurinn rýrnaði ó­stjórn­lega á sama tíma, þá myndi ég leita læknis. Hafa af þessu veru­legar á­hyggjur.“

Guð­mundur segir að ef við yfir­færum þetta stærðar­ó­jafn­vægi yfir á í­búa­fjölda Ís­lands og sjáum landið fyrir okkur sem manns­líkama, þá blasi við okkur ögn al­var­legri mynd. „Ís­land er eins og höfuð­stór hor­rengla,“ segir hann.

Guð­mundur bendir á að 64 prósent lands­manna búi á höfuð­borgar­svæðinu, eða í hausnum, á meðan þriðjungur býr í búknum.

„Þetta sama hlut­fall er 36% í Dan­mörku, 30% í Noregi og 26% í Finn­landi. Ís­land er þannig undar­legi gaurinn með stóra hausinn í partýinu. Og við sem erum alltaf að reyna að vera svo töff í augum út­lendinga.“

Guð­mundur bendir á að Vest­firðir hafi hýst 15 prósent þjóðarinnar fyrir 100 árum, en í dag búa þar innan við tvö prósent lands­manna.

„Hlut­fall Vest­firðinga hefur þannig farið úr 15% í 2% á rúmri manns­ævi. Úr 13 þúsund í­búum í 7 þúsund. A sama tíma hefur lands­mönnum öllum fjölgað úr 90 þúsund í 360 þúsund. Allur vöxturinn er í hausnum. Hann hefur bólgnað út án þess að búkurinn fylgi með. Það er raun­veru­leg hætta á því að heilu lands­hlutarnir fari í eyði. Hvað sem hver segir. Heilu út­limirnir visni og detti af.“

Guð­mundur segir að ó­líkt hans of­vaxna höfuð­lagi þá sé þessi stað­reynd ekki eitt­hvað náttúru­lög­mál heldur af­leiðing á­kvarðana og sinnu­leysis, jafn­vel hrein og klár van­ræksla.

„Að halda landinu í byggð er ekki ein­hver rómantík eða for­tíðar­þrá. Þetta er graf­alvar­legt hags­muna­mál heillar þjóðar.“

Hann segir að ef við ætlum að byggja af­komu okkar á styrk­leikum landsins þá verðum við að halda tengslum við upp­runa okkar. Rækta búkinn og halda ná­lægð við náttúru og haf­svæði. „Við verðum að gera okkur grein fyrir, í eitt skipti fyrir öll, hvað gerir okkur að vel­megunar­þjóð. Á hverju við byggjum af­komu okkar. Af hverju við erum hérna. Það gerðist ekki með því að blása öllu loftinu í höfuðið.“

Guð­mundur segir að það að leggja rækt við byggðir um allt land snúist um að halda í þessa styrk­leika. „Við erum að tala um vegina, fjar­skiptin, raf­magnið, vel­ferðar­kerfið, mat­væla­fram­leiðsluna og menntunina. Við stöndum í miðri öfug­þróun. Við þurfum að snúa henni við. Það er vel hægt. Við þurfum bara að skilja mikil­vægið.“

Pistill Guð­mundar í heild sinni.