Guðlaugur tætir í sig Tölvulistann: Hækkuðu verð á tölvuskjá á útsölu í janúar

13. janúar 2021
13:28
Fréttir & pistlar

Facebook-hópurinn „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“ stendur sannarlega undir nafni. Alls eru tíu þúsund meðlimir í hópnum og eru margir virkir í að deila upplifunum sínum af verðlagi á Íslandi.

Fyrr í dag vakti Guðlaugur Jónasson athygli á því sem hann telur vera vafasama viðskiptahætti Tölvulistans.

Guðlaugur hafði augastað á 21,5 tommu Philips-tölvuskjá hjá Tölvulistanum. Skjárinn kostaði 50 þúsund krónur fyrir jól og ákvað Guðlaugur að freista þess hvort að hann gæti fengið skjáinn með betri afslætti á útsölu í janúar.

Verðið fyrir jól:

Jól.PNG

Honum brá talsvert í brún þegar að hann sá útsöluverð upp á 58.495 krónur á sama skjá. Hélt verslunin því fram að upphaflegt verð skjásins hafi verið 64.995 krónur.

Verðið á útsölu:

janúar.PNG

„Ég mun aldrei kaupa hann í þessari verslun,“ skrifar Guðlaugur í færslu sem hann deilir inn í hópinn sem vakið hefur mikla athygli.

Eru meðlimir hópsins almennt á þeirri skoðun að slíkir viðskiptahættir – blekkingar varðandi útsölur - séu alltof algengir á Íslandi.