Guð­jón í 40 mínútur í bíla­röð frá Bau­haus: „Þjóðin fékk það sem hún kaus“

21. september 2020
20:00
Fréttir & pistlar

Guð­jón Jóns­son, fyrr­verandi skip­stjóri og bíl­stjóri, vandar yfir­völdum ekki kveðjurnar í grein sem hann skrifaði í Morgun­blaðið um helgina. Segir Guð­jón að víða sé pottur brotinn þegar kemur að sam­göngu­málum á höfuð­borgar­svæðinu.

Guð­jón segir að nauð­syn­legt sé að gera um­bætur ekki seinna en strax og bendir hann á Sunda­braut, breikkun Sæ­brautar, Reykja­nes­brautar, Hafnar­fjarðar­vegar, Kringlu­mýrar­brautar, Miklu­brautar, Vestur­lands­vegar og Suður­lands­vegar með til­heyrandi mis­lægum gatna­mótum.

„Í dag eins og undan­farin ár er um­ferðin á á­lags­tímum mikil, bílar stopp í um­ferðar­ör­tröð, vélin í gangi og mengar þá um­hverfið. Bílar á göngu­hraða t.d. á Miklu­braut; um­ferð úr austur­borginni, Kjalar­nesi, Akra­nesi og Mos­fells­bæ. Þar byrjar stíflan við Bau­haus. Kringlu­mýrar­braut úr Hafnar­firði, Garða­bæ og Kópa­vogi; stíflan byrjar við Arnar­nes­hæð. Sæ­braut troðin af bílum úr austri og af Suður­landi. Sunda­braut myndi létta mikið á þessum stíflum og mengun snar­minnka. Það að senda alla íbúa höfuð­borgar­svæðisins í mið­borg Reykja­víkur er eins og að pissa í skóinn sinn,“ segir Guð­jón meðal annars.

Guð­jón segir að um­ferðar­tafirnar séu eitt en mengunin annað. „Ef reiknað er með að hver meðal­bíll eyði 8-10 l á 100 km í svona ör­tröð og 8-10 þúsund bílar séu á á­lags­tímum frá 7.30 til 9.00 og aftur frá 16.00- 17.30 getur hver sem er í­myndað sér allt það mengandi efni sem út í loftið fer; skað­legt heilsu fólks og býður upp á minni lífs­gæði,“ segir Guð­jón sem heldur á­fram:

„Undir­ritaður, sem hef starfað all­lengi sem at­vinnu­bíl­stjóri, er í bíla­röð frá Bau­haus niður í mið­borg sem tekur 35-40 mínútur þegar vel gengur. Hvorki borgar­lína (lengri strætó) né nú­verandi strætis­vagnar, sem oftast eru illa nýttir, leysa þennan vanda. Ís­lendingar eru bíla­þjóð, því breytir ekki nú­verandi borgar­stjórn eða aðrir nema fjölga og breikka stofn­brautir til borgarinnar. Það tekur mörg ár eða ára­tugi að breyta hugsunar­hætti íbúa, tvær til þrjár kyn­slóðir. Við þurfum að gera um­bætur núna,“ segir hann og nefnir til dæmis Sunda­braut og breikkun þeirra stofn­brauta sem nefndar eru hér að framan.

„Þessu þurfa stjórn­völd að gera sér grein fyrir. Strax. Það verða senni­lega stokka-lof­orð, sem eiga að taka gildi 2060. Ég hef fylgst með stjórn­mála­mönnum, al­þingis og sveitar­stjórna, standa við úti­dyr og messa lof­orðin; allt lygi og svik. Halda (kannski með réttu) að Ís­lendingar séu svo heimskir að trúa þeim. Þjóðin fékk það sem hún kaus: heimska stjórn­endur.“