Guð­finna pirruð eftir ó­happ í leigu­bíl í morgun

27. nóvember 2020
13:45
Fréttir & pistlar

Guð­finna Jóhanna Guð­munds­dóttir, fyrr­verandi borgar­full­trúi Fram­sóknar og lög­maður, lenti í ó­skemmti­legri reynslu þegar hún var í leigu­bíl í mið­borg Reykja­víkur í morgun.

„Situr mjög pirruð í leigu­bíl eftir að hafa keyrt ofan í holu á Hring­braut og sprengt dekk. Hvernig er það er alveg von­laust að halda þessum götum í borginni í lagi,“ spurði Guð­finna á Face­book-síðu sinni.

Bíllinn var á ferð við gatna­mót Hring­brautar og Fram­nes­vegar þegar ó­happið varð.

Kristín Soffía Jóns­dóttir, borgar­full­trúi Sam­fylkingar, skrifar at­huga­semd við færslu Guð­finnu og bendir henni á að hún þurfi að beina rétt­látri reiði sinni að Vega­gerðinni en ekki borgar­yfir­völdum.

„Það var ein­mitt það sem ég benti leigu­bíl­stjóranum á þegar hann ætlaði að fara kenna meiri­hlutanum um þetta. Þing­menn Reykja­víkur gætu t.d. eytt tímanum sínum í þessi mál, mér sýnist að þeim vanti verk­efni,“ segir Guð­finna.

Gústaf Níels­son spurði Guð­finnu hvort hún gæti ekki bara skipt um dekk, þegjandi og hljóða­laust. Guð­finna svaraði að bragði að það eina sem hún gerði þegar kæmi að bílum væri að setja á þá bensín. Allt annað væri karl­manns­verk, þar með talið að þrífa þá og henda rusli úr þeim.

„Tek undir þetta,“ sagði Gústaf.