Guðbjörg hrökk í kút þegar hún hringdi í Landsbankann

Flestir kannast við sjálfvirka símsvara hjá stofnunum og stærri fyrirtækjum, þar er fólki boðið að ýta á einn fyrir eitthvað og tvo fyrir annað. Guðbjörg Snót Jóns­dótt­ir, sem skrifar reglulega í Morgunblaðið, skrifar í blaðið í dag að hún sé ekki sátt við símsvarann hjá Landsbankanum, hún segir hann vera með eindæmum.

„Þessi maður, sem tal­ar inn á hann, er svo há­vær, að maður dauðhrekk­ur við, þegar hann byrj­ar ræðu sína,“ skrifar Guðbjörg í Velvakanda í dag.

Fer hún í ítarlegar samlíkingar til að útskýra hversu hátt maðurinn talar:

„Það er líkt og hann sé að kalla á Viðeyj­ar­ferj­una, sem stödd er úti í eyj­unni, en hann á bryggj­unni hérna og þarf ekki gjall­ar­horn, eins og hann tal­ar hátt. Svo byrj­ar þulan um appið, net­bank­ann og fleira, og þá hef­ur maður það á til­finn­ing­unni, að hann sé hálf­gert að álasa manni fyr­ir að hringja í bank­ann og trufla fólkið þar.“

Hún segir að það virki ekki að biðja um símtal frá bankanum og vísar í fyrri skrif um það.

„Mér finnst nú, að fólkið í bank­an­um ætti að vita, að það hafa ekki all­ir eldri borg­ar­ar þessa lands app, ra­f­ræn skil­ríki, snjall­tæki, hvað þá tölvu. Hvað á það þá að gera annað en að hringja í bank­ann, ef maður á ekki heiman­gengt?,“ skrifar hún.

„Það á því ekki að álasa manni fyr­ir það. Fyrst og fremst væri það gott, ef maður­inn í sím­svar­an­um talaði ekki svona óskap­lega hátt í eyrað á manni. Það er al­ger óþarfi. Vin­sam­leg­ast.“