Herra hnetusmjör og aron moli birtu mynd af röngu húsi: aðdáendur grýttu hús bóel með eggjum á afmælisdegi hennar

Bóel Guðlaugardóttir var að halda upp á þrítugsafmæli sitt í gær þegar byrjað var að grýta eggjum í hús hennar. Krakkarnir sem voru að grýta eggjunum héldu að um væri að ræða hús Lilju Katrínar Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, en listamenn eins og Herra Hnetusmjör og Aron Moli hafa hvatt fylgjendur sína að mæta að heimili hennar. Birtu þeir mynd af húsi sem þeir töldu að Lilja Katrín ætti heima ásamt því að gefa upp heimilisfang.

Ástæðan fyrir því að listamennirnir hafa hvatt fylgjendur sína til að mæta við hús ritstjórarns er vegna greinar sem birtist í síðasta tölublaði DV þar sem myndir af húsum þekktra tónlistarmanna á Íslandi voru birtar ásamt upplýsingum um húsaleigu, fasteignamat og stærð. Lilja Katrín skrifaði sjálf greinina og hefur hún verið gagnrýnd á samfélagsmiðlum vegna hennar. Aron Moli hefur meðal annars hvatt fólk til þess að sniðganga DV vegna málsins. 

Lilja Katrín býr þó ekki lengur í húsinu sem listamennirnir birtu, heldur búa Bóel og fjölskylda hennar þar núna. en dóttir hennar vaknaði við eggjakastið eftir að listamennirnir og samfélagsmiðlastjörnurnar birtu mynd af húsi hennar á Instagram.

„Þetta var mjög súrealískt að þurfa að senda skilaboð á Herra Hnetusmjör og Aron Mola um að taka þetta niður,“ segir Bóel í samtali við Fréttablaðið.

Bóel og fjöldskylda héldu fyrst að krakkarnir væri að kasta snjóboltum í húsið, en svo var ekki.

„Við héldum fyrst að þetta væru krakkarnir í hverfinu að kasta snjóbolta í húsið en svo sáum við eggjaslettur á öllum gluggunum. Þetta var hópur af ungum strákum. Bara börn,“ segir Bóel.“