„Grímurnar hljóta að fara fljót­lega“

Kári Stefáns­son er nýjasti gesturinn í Pod­casti Sölva Tryggva­sonar. Í þættinum fara Kári og Sölvi yfir Co­vid tíma­bilið, hve lengi er hægt að halda á­fram að grípa inn í líf fólks, mikil­vægi þess að ó­vin­sælar raddir fái að heyrast og margt fleira.

Hlut­verk ís­lenskrar erfða­greiningar á Ís­landi hefur verið gífur­lega mikið í far­aldrinum og það var fyrst í febrúar á þessu ári sem hlut­verk þeirra varð minna:

,,Síðan 15. febrúar er okkar hlut­verk búið að vera mjög lítið, en fram að því var það mjög mikið. Eig­endur Ís­lenskrar Erfða­greiningar gáfu mér grænt ljós á að gera allt sem þyrfti til að styðja við ís­lenskt sam­fé­lag. En það sem veldur mér svo­litlum á­hyggjum er að ef við hefðum ekki verið til staðar hefði þetta verið mjög erfitt.

Reynslan núna bendir til þess að það hefði verið erfitt fyrir heil­brigðis­kerfið að sinna þessu vel. Það var alveg ljóst strax í byrjun far­aldursins að rann­sóknar­stofa lands­spítalans var með gömul tæki og lítil­virk. Svo fóru þeir og keyptu tæki, en það var ekki tekið í gagnið fyrr en 15 febrúar á þessu ári.

Það er erfitt fyrir gamlan sósíal­ista að viður­kenna að ríkis­báknið virkar ekki mjög vel á svona augna­blikum. Það er ekki nógu ljóst hver tekur á­kvarðanir og hver hefur vald til að taka stjórnina í ó­venju­legum að­stæðum eins og þessum. Ég lagði til að sett yrði á stofn far­sóttar­stofnun, en ég sé ekki merki þess að það eigi að gerast.”

Hefur misst alla trú á fram­kvæmda­stjóra WHO

Í þættinum ræða Sölvi og Kári um upp­runa Co­vid og mögu­leikann á að veiran hafi verið búin til á rann­sóknar­stofu:

,,Það er nánast úti­lokað að þessi veira hafi orðið til á rann­sóknar­stofu, ein­fald­lega vegna þess að það er mjög flókið verk­efni. Og mér finnst það býsna al­var­legt af fram­kvæmda­stjóra al­þjóða­heil­brigðis­stofnunarinnar að halda því fram að það sé ekki búið að af­sanna það að Kín­verjar hafi búið til þessa veiru á rann­sóknar­stofu. Þegar maður kemur fram með svona ný­stár­lega kenningu hvílir á manni að sanna hana, en ekki annarra að af­sanna hana.

Það er annað sem þessi sami fram­kvæmda­stjóri hefur gert ný­lega sem gerir það að verkum að ég hef enga trú á þessum manni lengur. Hann er að kvarta yfir því að Evrópu­sam­bandið hafi hafi ekki verið nógu dug­legt að ná sér í bólu­efni. Ef Evrópu­sam­bandið hefði verið dug­legra að ná sér í bólu­efni væri enn minna til fyrir þriðja heiminn. Hvernig í ó­sköpunum vogar þessi maður sér að kvarta undan því að ríku þjóðirnar hafi ekki verið nógu gráðugar?

Það er eitt mikil­vægasta hlut­verk al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunarinnar að reyna að hlúa sem mest að heil­brigðis­þjónustu fá­tækra landa. Mér sýnist að Vestur­lönd séu búin að kaupa 90-95% þeirra bólu­efna sem verða af­hent á þessu ári, þannig að mis­ræmið er alveg ó­trú­legt.”

Löngu tíma­bært að neyða fyrir­tækin til að lækka verðin

Kári segir líka í þættinum að það sé löngu tíma­bært að neyða lyfja­fyrir­tæki til að lækka verð á lífs­nauð­syn­legum lyfjum:

,,Lyfja­iðnaðurinn hefur farið glæp­sam­lega að því að verð­leggja lyf á síðustu árum og það hefur haldið á­fram að versna. Ég geri mér von um að það verði gerð upp­reisn og hún verður að byrja í Banda­ríkjunum þar sem að tryggingar­fyrir­tæki hafa verið viljugri en annars staðar til að borga þessi verð. En þetta gengur ekki lengur. Ég vonast til þess að annars vegar trygginga­fyrir­tækin og hins vegar ríkis­stjórnin í Banda­ríkjunum fari að snúast gegn þessu af því að á­standið eins og það er í dag er ó­á­sættan­legt. Lyf sem skilja á milli lífs og dauða eru oft ein­göngu að­gengi­leg mjög litlum hundraðs­hluta heimsins.”

Kári segir í þættinum mjög mikil­vægt að yfir­völdum sé veitt að­hald:

,,Það er mjög mikil­vægt að ungt fólk geri upp­reisnir hér og þar og það er mjög mikil­vægt að sam­fé­lagið sé ekki allt of hlýðið og fólk fari út fyrir troðnar slóðir…Við viljum að ungt fólk sé stundum ó­hlýðið og það sam­fé­lag sem kemur í veg fyrir það er komið á mjög slæman stað. En það koma augna­blik þar sem fólk þarf að snúa bökum saman og þessi far­sótt er eitt af þeim augna­blikum……En við höfum fólk eins og Sig­ríði Ander­sen og Brynjar Níels­son sem er mót­fallið þessum að­gerðum og ég get sagt að þó að ég sé gjör­sam­lega ó­sam­mála hverri einustu skoðun sem Sig­ríður Ander­sen hefur tjáð, hvort sem það er á far­sóttinni eða öðru, þá er ég gífur­lega á­nægður með að hún skuli tjá þessar skoðanir sem eru svona ó­vin­sælar. Ég er mjög montinn af henni að tjá þær og sam­fé­lagið á að fagna því að það sé fólk sem er reiðu­búið að tjá þessar skoðanir. Um leið og við hættum að tjá skoðanir sem ganga gegn því sem sam­fé­laginu finnst al­mennt, þá erum við komin á vondan stað. Á hinum og þessum tímum í gegnum söguna hafa sam­fé­lög gleymt mikil­vægi þess að ó­vin­sælar skoðanir séu tjáðar, með slæmum af­leiðingum.”

Kári segir sótt­varnar­að­gerðir aug­ljós­lega gífur­legt inn­grip inn í líf fólks og það verði alltaf að vega og meta hve­nær sé of langt gengið:

Að­spurður um grímu­notkun segir Kári að þær séu mikil­vægar, jafn­vel þó að fólk noti sömu grímuna oft, þar sem þær séu tákn­rænar. En hann segist telja ljóst að grímu­skyldu verði af­létt áður en langt um líður:

,,Það eru á­kveðnir kunningjar mínir sem ég vildi að væru með grímu það sem eftir er bara út af því hvernig þeir líta út! En ég held að grímurnar hljóti að fara mjög fljót­lega. Ég vona að fólk haldi á­fram að hafa alls konar skoðanir á öllum þessum að­gerðum og deili um þær.”

Bjartsýnn á afléttingar næsta haust

Kári segist mjög bjart­sýnn á að búið verði að af­létta öllum Co­vid-að­gerðum næsta haust:

,,Þegar það verður búið að bólu­setja 200-250 þúsund Ís­lendinga ættum við að geta vonast til þess að lífið verði komið í nokkurn vegin eðli­legt horf.
Ég vonast til þess að 13. októ­ber verði búið að af­létta þessu öllu. Það er góður dagur og þá verður vonandi búið að af­létta öllum að­gerðum,” segir Kári, sem sjálfur fékk bólu­setningu ný­lega:

,,Það er búið að bólu­setja mig einu sinni. Fyrri bólu­setning með AstraZene­ca. Ég kvartaði ekki yfir neinu eftir bólu­setninguna, fyrr en það var farið að skamma mig daginn eftir fyrir að hafa ekki farið út með ruslið. Þá gat ég notað það sem af­sökun að hafa verið bólu­settur daginn áður.”

For­eldrar Sölva eru á þeim aldri að það fer að koma að þeim í bólu­setningu og Sölvi spyr Kára í þættinum út í á­hættuna af bólu­setningu fyrir eldra fólk:

,,Þegar fólk er komið á þeirra aldur, þá er getan til að búa til kraft­mikið ó­næmis­svar miklu miklu minna og þar af leiðandi er inn­gripið minna. Það er á­stæðan fyrir því að yngra fólk fær gjarnan harka­legri við­brögð við bólu­efninu. …..Engu að síður er eðli­legt að þegar manneskja hefur verið bólu­sett á föstu­degi og svo finnst hún látin á laugar­degi að menn búi til tengingu milli þessa tveggja. Og sú tenging getur verið til staðar á mjög eðli­legan hátt. Þú færð svo­lítinn hita eftir bólu­setninguna og með hitanum kemur alls konar álag á líkamann og ef þetta er manneskja sem er veik fyrir getur það nægt til þess að hún deyi. En það er ekki þessi venju­legu or­saka­tengsl sem er yfir­leitt verið að hugsa um.”

Nýtir tæknina til að tala við barna­börnin

Kári segist sjálfur hafa nýtt sér tæknina til að halda sam­bandi við dætur sínar og barna­börn:

,,Ég á barna­börn á Ís­landi og í Ameríku. Ég hef það fyrir sið að hringja á ,,Facetime” til dóttur minnar í Los Angeles á hverju kvöldi áður en ég fer að sofa. Þessi tækni sem menn hafa til­hneigingu til að tala niður hefur bjargað lífi mínu á síðasta ári. Ég hef fengið að sjá framan í Markús Kára, Alexander Róbert og Leó Kristján vini mína og það er mikils virði. Ég hef líka getað talað við Sól­veigu dóttur mína úti í Ber­lín og sjá hundinn hennar, sem að hún hefur bundist mjög sterkum böndum á stuttum tíma,” segir Kári, sem segist hand­viss um að hann geti hitt dætur sínar og barna­börn í Banda­ríkjunum næsta haust:

,,Ég er alveg hand­viss um að ég get farið út og hitt þau eftir 13. októ­ber. Það sagði mér fugl að það yrði dagurinn. Það er handan við hornið og þá verður maður búinn að eiga enn eitt sumar í þessu dá­sam­lega landi sem við búum í. Og nú reikna ég með að að­dráttar­afl þessa lands verði enn meira eftir eld­gosið. Mér þykir mjög vænt um ferða­manna­iðnaðinn og það er frá­bært að leyfa að­gangi heimsins að koma hingað og heim­sækja okkur og sjá hvað við búum í fal­legu landi. En ég held að það hafi ekki verið annar kostur en að setja þessar tak­markanir á meðan pestin er að herja á heiminn.”

Í þættinum fara Kári og Sölvi yfir síðast­liðið ár, hvað hefur verið vel gert og hvað ekki, hve­nær kemur að þeim punkti að hætta verður stóru inn­gripi í líf fólks og margt margt fleira.