Glúmur: Þetta er til skammar hjá einu ríkasta landi heims

Glúmur Bald­vins­son, sonur Jóns Bald­vins Hannibals­sonar og Bryn­dísar Schram, segir það skömm að á Ís­landi getur verka­fólk ekki lifað á launum sínum.

„Ís­land er eitt ríkasta land í heimi. Það er til skammar að hér skuli líðast að fólk geti ekki lifað með reisn af launum sínum. Svo fá­­mennt sam­­fé­lag og ríkt á að vera fyrir­­­myndar­­ríki og fyrir­­heitna land jöfnuðar. Það er mín skoðun,“ skrifar Glúmur á Face­book.

„Mér var inn­rætt frá byrjun að standa með verka­­fólki. Skildi ég ekki lengi vel af hverju þeir sem vinna erfiðustu störfin fengu lægst launin. Þessu velti ég fyrir mér sex ára í göngu með mömmu fyrsta maí. Og ég er enn þeirrar skoðunar. En þessi undar­­lega að­­ferð Sól­veigar að óska eftir því að þeir einir eða um 300 manns sem vinna á hótelum eigi að taka slaginn fyrir ríf­­lega 25 þúsund er í­s­jár­verð,“ skrifar Glúmur.

„Og eins að að­­gerðirnar eigi ein­vörðungu að beinast gegn einu fyrir­­­tæki? Er ekki eitt­hvað bogið við það? Fengust allir hinir ekki til að vera með? Það er ekki allt með felldu í þessari bar­áttu. Kapp er best með for­­sjá,“ bætir Glúmur við að lokum.