Glúmur ósáttur með Gísla Martein: „Ekki boðlegt"

Glúmur Baldvinsson, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins, sagði í svari við innleggi á Facebook-hópnum Fjölmiðlanördar að þáttur Gísla Marteins Baldvinssonar væri kominn á dauðateygjana.

Innleggið var svohljóðandi: „Hvað finnst fólki um að Gísli Marteinn skuli taka það að sér að niðurlægja ákveðna frambjóðendur til alþingiskosninga? Hvað ætli honum finnist sjálfum? Er þetta hlutverk RÚV?"

Glúmur svarar: „Ekki boðlegt. Í raun er þetta byrjunin dauðateygjunum."