Glúmur mætti á „enn einn leiðinda fundinn“: Þetta er spurningin sem fékk hann til að nærri kasta upp

Glúmur Baldvinsson, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins, hefur farið óhefðbundnar leiðir í baráttu sinni til að komast á þing.

„Mætti á enn einn leiðinda fundinn í dag og var spurður að því hvað ég ætlaði að gera fyrir lífríkið á Íslandi,“ segir Glúmur á Facebook. Þessi spurning fékk hann næstum því til að kasta upp:

„Ég næstum gubbaði og sagði: Ekki neitt. Því var ekki vel tekið. En ég spurði sjálfan mig, hvurju í andskotanum ætti ég að ljúga núna? Og svarið var einfalt. Alls ekki neitt. Hvur er ég sosem til að gera eitthvað fyrir lífríkið? Ég er ekki Framsóknarflokkurinn.“

Svar Glúms hefur vakið mikla athygli, hann segir sjálfur:

„Það er ekki einsog ég sé í framboði til að verða Guð. Bara aumur íslenskur þingmaður.“

Þjóðfélagsrýnirinn og blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson er ánægður með Glúm:

„Með því betra sem sést hefur frá frambjóðanda í komandi kosningum.“